H10 Casa Del Mar, Santa Ponsa

Vefsíða hótels

H10 Casa del Mar (áður H10 Playas de Mallorca) er fjögurra stjörnu hótel sem staðsett er á hinni fallegu Santa Ponsa strönd og hefur útsýni til sjávar. Hótelið var nýlega endurbætt en þar er ýmis þjónusta í boði. Stór sundlaug hótelsins og frábær sólbaðsaðstaða eru þó helsta aðdráttarafl hótelsins en þar er líka góður veitingastaður, hótelbar og sundlaugarbar þar sem hægt er að fá sér snarl. Á hótelinu er fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Þar ætti þörfum allra að vera mætt, hvort sem um er að ræða par í rómantísku ferðalagi eða fjölskyldu í sumarfríi í sólinni.

Herbergin á H10 Casa del Mar eru rúmgóð, nýtískuleg og glæsileg. Herbergin eru með hjónarúmi (queen size) eða tveimur rúmum, en möguleiki er á að óska eftir aukarúmi. Öll herbergi eru vel útbúin með öllum nauðsynjum og hafa svalir eða verönd. Á hótelinu eru 212 herbergi. Þráðlaus nettenging er í almenningsrýmum.
Öll herbergi eru með sjónvarp, loftkælingu, öryggishólf gegn gjaldi, minibar og síma. Hárþurrka fylgir baðherberginu. 

H10 Casa del Mar hentar sérstaklega vel fyrir fjölskylduferðir. Sérstök barnasundlaug er í garðinum og leiksvæði en jafnframt er boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir börn. Skemmtikraftarnir í Daisy Club tryggja að börnin skemmti sér konunglega. 
Einnig er lagður metnaður í að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fullorðna, en skipuleggjendurnir, The Blue Team, bjóða upp á skemmtilega viðburði á daginn og á kvöldin og hjálpa þér að fá sem mest út úr fríinu þínu. 

Njóttu máltíðar á veitingastað hótelsins með útsýni yfir sundlaugargarðinn eða á notalegri verönd veitingastaðarins. Hægt er að velja sér alþjóðlega rétti af hlaðborði og einnig er hægt að upplifa sýningarmatargerð. La Choza barinn er við sundlaugina og þar er meðal annars hægt að fá litríka kokteila. 

Það er svo algjör lúxus að kíkja í heilsulind hótelsins, Despacio Beauty Centre, en þar er hægt að slaka á og rækta líkama og sál. Líkamsræktartæki eru til staðar fyrir þá sem vilja hreyfa sig og hægt er að bóka heilsumeðferðir í heilsulindinni. Einnig eru þar heitur pottur, sána og tyrkneskt bað.

H10 Casa del Mar er staðsett nálægt nokkrum frábærum golfvöllum og viðskiptavinir hótelsins geta notið sérkjara og tilboðspakka.

Gott hótel á fínum stað við Santa Ponsa ströndina. Stór útisundlaug og afbragðs sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum. 

Vinsamlega athugið að Santa Ponsa svæðið er hæðótt þannig að sum þjónusta eins og önnur hótel, veitingastaðir og kaffihús gætu verið staðsett í brekku. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun