fbpx H10 Conquistador, Ameríska ströndin, gott hótel.

H10 Conquistador, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

H10 Conquistador er gott  fjögurra stjörnu hótel, á góðum stað á Playa de las Américas. Hótelið telur sex hæðir, hefur 448 herbergi og stendur við strönd. Við hótelið er fallegur garður, með tveimur sundlaugum, önnur upphituð, barnalaug, leiksvæði fyrir börn, snakkbar og veitingastað.

Despacio Thalahasso heilsulindin er með ýmsar meðferðir, byggðar á sjávarvatni og alla daga er dagskrá í gangi fyrir ýmsa aldurshópa. Nýlega var tekinn í notkun Pilatessalur.  
Þar eru auk þess nuddpottar, sauna, tyrkneskt bað og að sjálfsögðu góður tækjasalur. Þar má fá gegn gjaldi ýmsar meðferðir til heilsubótar.
Staðsetning hótelsins er á besta stað á Amerísku ströndinni. Beint aðgengi er að göngugötunni, sem liggur meðfram ströndinni þar sem finna má fjölda verslana af ýmsu tagi. Barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái. H10 Conquistador er við hliðina á hótelinu Villa Cortes skammt frá hótelunum Vulcan og Parque Santiago sem einhverjir ættu að kannast við.

Hægt er að velja um að gista í standard herbergjum, superior herbergjum, junior svítum eða privilege herbergjum. Þessi herbergi eru öll sama stærð og eru lítil, fyrir utan junior svíturnar.
Herbergin eru öll loftkæld með hárþurrku, sjónvarpi og síma. Öryggishólf þarf að panta í móttöku og greiða fyrir afnot á meðal dvöl stendur.   

Superior herbergin eru staðsett á 1. eða 2. hæðinni með útsýni yfir sundlaugagarðinn. Innifalið er sloppur, inniskór, nespresso vél og sundlaugarhandklæði. 

Privilege herbergin eru með sjávarsýn. Þau eru öll búin nútímaþægindum og fallegum húsgögnum auk þess sem gestir fá sloppa, inniskó og sundlaugarhandklæði án aukagjalds.
Gestir hafa einnig aðgang að stöðum sem einungis "Privilege" gestir hafa aðgang að. Þeir fá ,,prívat lounge" þar sem hægt er að fá sér hressingu, sér veitingastað þar sem borin er fram morgunverður og a la carte matseðill á kvöldin. Einnig er sér sólbaðsaðstaða svo eitthvað sé nefnt.

Junior svíturnar eru staðsettar á 1. og 2. hæð hótelsins, þær eru allar rúmgóðar með góðu rúmi og að auki 2ja sæta sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa. Skilrúm er á milli rúms og sófa. (sjá mynd). Ísskápur er í junior svítum. 

Vegna lögunar og legu hótelsins er mjög misjafnt hversu mikil sól skín á svalir herbergjanna, einhverjar svalir eru með sól allan daginn en aðrar fá ekki sól.
Garðurinn er fallegur með miklum og litríkum gróðri. Þar er snakkbar sem og fyrirtaks grill veitingastaður þar sem hægt er að sitja úti að snæðingi undir beru lofti. 
Á hverjum degi er skipulögð skemmtidagsskrá í hótelgarðinum, leikir og önnur skemmtilegheit við sundlaugarnar. “Mini Club Daisy” er barnaklúbbur fyrir 4 – 12 ára krakka með leiksvæði og inniaðstöðu þar sem hægt er að lita og mála.  „Teen Club“ er sérstakt svæði fyrir krakka á aldrinum 13 – 17 ára þar sem er að finna Vii, PlayStation og skjávarpa.  Lágmark 4 börn/5 unglinga þarf til að klúbbarnir séu starfræktir hverju sinni. Í móttökunni komast hótelgestir í tölvu og þar með internet gegn greiðslu, en frítt þráðlaust net er í sameiginlegu rými.

„Tajinaste" er veitingasalur hótelsins og er morgunverður og kvöldverður framreiddur þar. Kokkar veitingastaðarins elda ýmsa ljúffenga rétti fyrir framan matargesti og töfra fram nýjungar á hverju kvöldi. Hægt er að fá hálft fæði eða allt innifalið. Hálft fæði er að jafnaði morgunverður og kvöldverður. Þeir sem eru með hálft fæði á H10 Conquistador geta þó skipt út kvöldverði fyrir hádegisverð láti þeir vita með dags fyrirvara

ATH. Mögulegt er að sérpanta junior svítur með aðstöðu fyrir fatlaða.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Miðbær: Í hjarta Playa de las Américas
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Aðgangur að tölvu gegn gjaldi, en frítt þráðlaust net í sameiginlegu rými
 • Herbergi: Herbergi: Herbergi eru með ísskáp.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi, 2,7 EUR á dag, 18 EUR vikan og 10 EUR trygging

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun