fbpx H10 Costa Adeje Palace, góður sundlaugargarður. Í Costa Adeje

H10 Costa Adeje Palace
4 stars

Vefsíða hótels

Costa Adeje Palace er skemmtilegt hótel með stóran og fallegan sundlaugargarð. Stendur við La Enramada ströndina í Costa Adeje á Tenerife. Aðeins 5 mínútna gangur eftir strandgötunni í verslanir og veitingastaði.

Herbergin eru rúmgóð og björt. Í þeim öllum er loftkæling, gervihnattasjónvarp, smábar, internet og öryggishólf (gegn gjaldi). Á baðherbergi er baðkar með sturtu og hárþurrka. Þráðlaust internet er á sameiginlegum svæðum.
Hægt er að bóka fjölskylduherbergi fyrir 4, mest 3 fullorðna. Þau eru allt að 40 m² og snúa annað hvort út að sjó, garðinum eða sundlaugum. Herbergin eru með svefnsófa í stofu.

Í stórum og skemmtilegum garðinum eru þrjár stórar sundlaugar, ein þeirra upphituð og sundlaugarbar. Fyrir börnin er barnalaug og krakkaklúbbur með dagskrá og diskótek fyrir 4-10 ára. Einnig eru á hótelinu vellir til að leika tennis, strandblak og minigolf, auk poolborðs og borðtennisborðs. Stutt er á golfvöllinn. Hægt er að leigja handklæði gegn kreditkortatryggingu. Ef handklæðinu er ekki skilað í lok dvalar er andvirði handklæðis rukkað af kortinu.

Í góðri heilsulindinni er sundlaug, sauna, tyrkneskt bað, nuddpottur og líkamsrækt einnig er hægt að fá nudd og snyrtimeðferðir.

Aðalveitingastaður hótelsins er með hlaðborð í morgun-, hádegis- og kvöldverð, en auk þess eru 3 veitingastaðir á einum þeirra er hægt að fá grillrétti. Einnig eru píanóbar og diskótek á hótelinu. Hægt er að velja um hálft fæði eða allt innifalið fyrir ,,privilege" herbergin.

Fyrir þá sem vilja komast á Amerísku ströndina er skutla á 30 mínútna fresti frá kl. 10-12 og aftur frá kl. 17-18.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 27 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Nettenging
 • Herbergi: Eingöngu hótelherbergi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi. 2 EUR á dag

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun