fbpx H10 Playa Meloneras Palace hótel við ströndina í Meloneras

H10, Playa Meloneras Palace
4,5 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á H10, Playa Meloneras Palace

H10, Playa Meloneras Palace er stórglæsilegt hótel sem notið hefur fádæma vinsælda hjá Íslendingum undanfarin ár. Hótelið er staðsett við ströndina í Meloneras og er búið öllum þeim þægindum sem hugurinn girnist. Óhætt er að fullyrða að gæði og þjónusta séu höfð í hávegum á öllum vígstöðvum hótelsins.

Hægt er að velja um hálft fæði eða "allt innifalið" með gistingunni.   Tveir veitingastaðir eru á hótelinu Tamadaba, sem býður upp á morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð, er sá veitingastaður sem er "innifalinn" í gistingunni  og A la carte veitingastaðurinn Gaudí.  Gestir hótelsins fá 20% afslátt af veitingum á Gaudí.

Herbergin eru mjög nýtískuleg og bera það með sér að hugsað hefur verið fyrir hverju smáatriði. Þau eru auk þess afar vel útbúin, með öryggishólfi, gervihnattarsjónvarpi, síma og loftkælingu - svo eitthvað sé nefnt.

Garðurinn er glæsilegur, með tveimur sundlaugum og barnalaug og frábærri sólbaðsaðstöðu. Auk þessa er fjölbreytta afþreyingu að finna á hótelinu, hvort sem gestir horfa í því sambandi til íþróttaiðkunar eða skemmtunar. Þá er golf-völlur í stutt frá hótelinu.

Þá er að sjálfsögðu fullbúin heilsulind er á hótelinu sem gestir hafa aðgang að. Þar er tilvalið að láta dekra við sig í þægilegu umhverfi auk þess sem hægt er að kaupa ýmiskonar slökunar- og vellíðunarmeðferðir gegn gjaldi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 35 km
 • Miðbær: 1 km
 • Veitingastaðir: 800 m
 • Strönd: Við strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Frí þráðlaus tenging á almenningssvæðum
 • Herbergi: Hótelherbergi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun