fbpx Hampton by Hilton Gdansk Old Town | Vita

Hampton by Hilton Gdansk Old Town
3 stars

Vefsíða hótels

Stórgott hótel á frábærum stað, í hjarta gamla bæjarins í Gdansk. Opnað í byrjun árs 2018. Sjarmerandi veitingastaðir, skemmtilegar verslanir, kirkjur, söfn og mörg þekktustu kennileiti borgarinnar í götunum í kring.
Í hótelinu eru 174 rúmgóð, fallega innréttuð herbergi, ætluð allt frá tveimur fullorðnum að tveimur fullorðnum og tveimur börnum. Innréttingar eru nútímalegar og smekklegar, í ljósum við og hlýjum litum. Teppi er á gólfum.  Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp, öryggishólf sem rúmar fartölvu, aðstaða til að laga te og kaffi og straujárn og strauborð. Þráðlaus nettenging er ókeypis. Á baðherbergjum er stór sturta, hárþurrka og baðvörur.

Heitt og kalt morgunverðarhlaðborð er alla daga í veitingasal. Setustofubarinn er huggulegur og þar ekki amalegt að setjast niður með ljúffengan drykk og spjalla eftir gönguferðir um götur gamla bæjarins.

Te og kaffi er ávallt í boði í móttökunni, gestum að kostnaðarlausu, og þar einnig lítil verslun með snarl og gjafavöru sem er opin allan sólarhringinn. Í móttökunni er einni farangursgeymsla og boðið er upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu.
Ágætis líkamsræktaraðstaða er í hótelinu.

Mjög gott hótel sem opnað var í ársbyrjun 2018 í gamalli byggingu sem áður hýsti stórt kvikmyndahús. Staðsetningin er einstök, í hjarta gamla bæjarins með mörg þekktustu kennileiti borgarinnar í næstu götum og skemmtilega veitingastaðir og verslanir allt um kring. Fyrir þá sem ætla að leigja bíl er það stór kostur að bílageymsla er við hótelið. 

Vinsamlega athugið að vegna staðsetningar komast rútur ekki að hótelinu. Það er um 400 metra gangur frá þar sem rúturnar stoppa og að hótelinu.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 16.5
  • Miðbær: Í hjarta gamla bæjarins
  • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Hárþurrka

Fæði

  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun