fbpx Hotel Best Benalmadena, Benalmadena | Vita

Hotel Best Benalmadena, Benalmadena
4 stars

Vefsíða hótels

Hotel Best Benalmádena er gott fjögurra stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina í  Benalmádena Costa, ekki langt frá Sunset Beach Club sem margir þekkja.  Stutt er í fjölbreytilegt mannlíf og veitingastaðir eru allt um kring.  

Á hótelinu er góð og fjölbreytt þjónusta sem ætti að henta öllum aldurshópum.  Þarna er móttaka opin allan sólarhringinn, veitingastaðir, barir, líkamsrækt og heilsulind.  Í garðinum eru sundlaugar og góð sólbaðsaðstaða. Barnaaðstaðan er til fyrirmyndar en bæði er leikherbergi inni og barnaleiksvæði úti ásamt barnadagskrá.  Á kvöldin er boðið uppá lifandi tónlist.

Herbergin eru hönnuð með það í huga að gestir njóti bæði þæginda og ró. Alls eru um 280 herbergi á hótelinu, öll rúmgóð og björt, með stórum gluggum og svölum. Tvö tvíbreið rúm eru í herbergjunum, þar sem tveir, þrír eða fjórir gista saman, en tveir geta gist í sama rúmi.  Öll eru þau með sjónvarpi, minibar, öryggishólfi og þráðlausu interneti sem er einnig á flestum svæðum hótelsins. Baðherbergin eru fullbúin með hárþurrku, baðkari eða sturtu og helstu snyrtivörum. 

Í boði er val um að vera með morgunmat innifalinn, hálft fæði (morgunmatur og kvöldmatur) eða allt innifalið. Allur matur er reiddur fram af hlaðborði

Hvort sem það hentar þér að vera í afslöppun í sólinni eða í skemmtilegri fjölskylduferð, þá er Hotel Best Benalmádena góður kostur.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: Malaga flugvöllur: 16 km.
  • Frá strönd: Við ströndina

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Barnaleiksvæði
  • Barnasundlaug
  • Sundlaug
  • Sundlaugabar
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Sólbekkir
  • Gestamóttaka
  • Barnadagskrá
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Heilsulind
  • Líkamsrækt
  • Gufubað

Vistarverur

  • Te- eða kaffiaðstaða
  • Loftkæling
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Hárþurrka
  • Herbergi
  • Herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða - þarf að sérpanta
  • Verönd/svalir

Fæði

  • Allt innifalið, Hálft fæði, Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun