fbpx Hotel Estival Park, Salou | Vita

Estival Park Silmar
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Estival Park er hótel við ströndina sem býður upp á heildarpakka fyrir ferðamenn. Góður matur, heilsulind, fjölbreytt hreyfing og skemmtun... hér er svo sannarlega eitthvað fyrir alla.

Hótelið skiptist upp í Estival Park Silmar þar sem tvíbýlin eru staðsett og Estival Park Almaris þar sem junior svíturnar eru staðsettar.

Á hótelinu eru um 900 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi, svítur og íbúðir. Hönnunin á hótelinu er í hefðbundnum Miðjarðarhafsstíl með ljósmálaða veggi, flísar á gólfum og viðarhúsgögn. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með alþjóðlegum stöðvum, míníbar, öryggishólf og sími. Baðherbergi eru flísalögð og þar eru sturta og baðkar, hárþurrka og helstu snyrtivörur. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd. 

Á hótelinu eru þrír veitingastaðir sem bjóða upp á mat af hlaðborði. Aðallega er um að ræða Miðjarðarhafsrétti og alþjóðlega rétti en möguleikarnir eru fjölbreyttir og ýmislegt í boði, líka fyrir þá sem vilja huga að því að borða næringarríkan og heilsusamlegan mat. Það eru líka fjórir snarlbarir á hótelinu og þrír í hótelgarðinum en þar er hægt að fá sér tapasrétti, snarl eða drykki. Á hótelinu er líka píanóbar. Vínkjallarinn er góður og drykkir og kokteilar eru vandlega blandaðir því ánægja gestanna er höfð í hávegum.

Hótelgarðurinn er gríðarstór og fallegur en þar er nóg af plássi. Vel búin sólbaðsverönd er við hótelið og margar sundlaugar. Stutt ganga er á ströndina fyrir þá sem vilja meiri nálægð við sjóinn. Í hótelgarðinum er sérstakt leiksvæði fyrir börn en einnig er krakkaklúbbur á hótelinu svo þar geta börnin skemmt sér með öðrum börnum. 
Í garðinum er líka dagskrá fyrir fullorðna og haldnar eru fjölbreyttar skemmtanir til að lífga upp á kvöldin. Þar er einnig diskótek með nútímalegu, afslöppuðu andrúmslofti.

Á hótelinu eru fjölmargir möguleikar til að hreyfa sig, þar er líkamsræktarstöð ásamt því að til dæmis er hægt að fara í tennis eða veggtennis. Svo er stutt í golfið og helstu vatnaíþróttir. Á hótelinu er einnig heilsulind þar sem hægt er að slaka á í upphitaðri sundlaug eða nuddpotti, fara í sánu eða tyrkneskt bað eða bóka heilsu- og snyrtimeðferðir hjá fagmönnum. 

Estival Park hótelið býður svo sannarlega upp á heildarpakka, beint á hinni frábæru La Pineda strönd. Starfsfólkið er vingjarnlegt og alltaf tilbúið að aðstoða gesti við að plana ferðalagið eða bóka heimsóknir í skemmtigarða.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 110 km
  • Frá strönd: Við La Pineda ströndina
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Nettenging
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Barnaleiksvæði
  • Barnadagskrá
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Íbúðir
  • Herbergi
  • Minibar
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Allt innifalið, Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun