Jade Apartamentos, Playa de Palma

Vefsíða hótels

Þægilegt íbúðahótel við Playa de Palma, 150 metra frá ströndinni. Stutt í veitingastaði og verslanir og 10 mínútur með almenningssamgöngum inn í miðbæ Palma.
Það getur verið líf og fjör í kringum hótelið þar sem það er staðsett við þýska bjórstrætið svokallaða. 

Í hótelinu eru 40 bjartar og rúmgóðar íbúðir af tveimur stærðum sem rúma annars vegar þrjá og hins vegar allt að fjóra einstaklinga. Allar íbúðirnar eru þrifalegar og smekklega innréttaðar. Hluti íbúðanna er nýuppgerður og þar eru innréttingar stílhreinar og nútímalegar, í hvítum, gráum og appelsínugulum litum og parkett á gólfum, aðrar íbúðir eru í klassískum Mallorca-stíl. Svalir búnar húsgögnum eru við allar minni íbúðirnar. Pool Suite íbúðirnar sem eru stærri eru á fyrstu hæð, þeim fylgir verönd sem snýr út að sundlauginni, búin húsgögnum. Allar íbúðir eru með loftkælingu og upphitun, sjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi gegn gjaldi, auk þess sem þar er eldhúskrókur með ísskáp, hellum, örbylgjuofni og öllum tólum og tækjum til eldamennsku. Á baðherbergjum er baðker og sturta og baðvörur. Þráðlaust net er í sameiginlegum rýmum gegn gjaldi.

Morgunverðarhlaðborð er borið fram í veitingasal systurhótelsins Playa Golf, 50 metra frá Jade. Þar er einnig í boði ríkulegt úrval alþjóðlegra og Miðjarðarhafsrétta af hlaðborði á kvöldin, ávallt með áherslu á ferskt hráefni. Útsýnið úr veitingasalnum er yfir hafið.
Sundlaugin í hótelgarðinum er með sérstaklega afmörkuðu svæði fyrir börnin. Kringum laugina eru sólbekkir og sólhlífar. 

Í gestamóttökunni er öryggishólf og töskugeymsla og þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti og þvotta- og þurrhreinsiþjónustu. 

Jade íbúðahótelið er á besta stað við Playa de Palma, aðeins örfárra mínútna gang frá ströndinni. Gestir geta nýtt sér veitingastað og aðra þjónustu systurhótelsins Playa Golf, sem er örstutt frá. Þar eru einnig tennisvellir og hjólageymsla. Veitingastaðir, verslanir og iðandi mannlíf er í götunum í kring. Góðar göngu- og hjólaleiðir eru stutt frá hótelinu og stutt í allar gerðir vatnasports.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 8 km
 • Miðbær: um 15 km í miðborg Palma
 • Strönd: 150 m frá ströndinni
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Barnasundlaug
 • Íbúðir
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Ísskápur

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun