Jurys Inn Liverpool

Vefsíða hótels

Jurys Inn Liverpool er 3ja stjörnu hótel staðsett við höfnina í Liverpool. Stutt að fara í búðir, vetingastaði og á helstu ferðamannastaðina. 

Hótelið er í tíu mínútna göngufjarlægð frá Liverpool Central lestarstöðinni. Albert Dock er við hliðin á hótelinu þar sem má meðal annars finna ýmis söfn, verslanir og veitingastaði/bari. Liverpool One er í 8 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu, en þar er fjöldinn allur af verslunum og veitingastöðum.

Á hótelinu eru 310 herbergi. Þau eru rúmgóð og smekklega innréttuð og rúma 3 fullorðna.  Öll herberginu eru með fría nettenginu, sjónvarpi, hárþurrku, bakka með hraðsuðukönnu, te og kaffi.

Á hótelinu er bæði bar og veitingarstaður.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 64 km til Manchester Airport
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
 • Miðbær: Í göngufæri

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun