fbpx Kaktus Albir. Gott 4ra stjörnu hótel. Við strönd í Albir.

Kaktus Albir Hotel
4 stars

Vefsíða hótels

Gott 4ra stjörnu hótel við ströndina í Albir. Fyrirtaks aðstaða, skemmtidagskrá og svo er stutt í gamla bæinn með verslanir, veitingastaði, bari og markaði.

Herbergin 203 eru rúmgóð og þægileg, öll með litlum svölum, loftkælingu, sjónvarpi, síma, hárþurrku, sófa, ísskáp/smábar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi) og nettengingu (gegn gjaldi).

Í sundlaugargarðinum er sundlaug og barnalaug. Önnur sundlaug og nuddpottur eru á þaki hótelsins, en þaðan er frábært útsýni yfir Miðjarðarhafið og svæðið í kring. Einnig eru á hótelinu líkamsrækt, gufubað, nuddpottur og innilaug.

Á veitingastaðnum er hlaðborð þrisvar á dag. Á barnum er leikin lifandi tónlist öll kvöld nema mánudagskvöld. 

Hálft fæði er innifalið í verði (morgunverður og kvöldverður).

Gengið er yfir eina götu til að komast á ströndina, sem er beint fyrir framan hótelið. Þar er hægt að komast í alls kyns sjósport eins og brimbretti, fallhlífasvif með hraðbát, sjóskíði, kajak eða bruna um hafflötinn á uppblásinni tuðru.

Í göngufæri við hótelið er Albir Golf, lítill æfingavöllur, þar sem hægt er að æfa golfsveiflu og pútt. Í litlu götunum í Albir er úrval veitingastaða og gaman er að rölta um hippamarkaðina og skoða heimagert skart og minjagripi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: Ein klukkustund og 15 mínútur
 • Miðbær: 600 metrar í miðbæ Albir
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta umhverfi

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum en gegn gjaldi á herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi, 15 evrur fyrir 7 daga

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun