La Blanche Island, Guvercinlik

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel sem stendur á nesi á rólegum stað við fallega ströndina í Guvercinlik. Fullkominn staður fyrir þá sem þrá að slaka á og endurnæra líkama og sál. Góð heilsulind, veitingastaðir, sundlaugar og vatnsrennibrautir.
Um 26 km frá miðbæð Bodrum á Tyrklandi. 

Í samstæðunni eru 526 herbergi sem skiptast í Standard, Superior og fjölskylduherbergi sem rúma allt að fjóra. Hægt er að fá herbergi með aðgengi fyrir hjólastóla. Innréttingar eru stílhreinar og hlýlegar, í millibrúnum við og bláum og ljósum litum. Teppi er á gólfum. Loftkæling og upphitun er í öllum herbergjum, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf, þráðlaus nettenging og aðstaða til að laga kaffi og te. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Alls staðar eru svalir búnar húsgögnum.
 
Sjö veitingastaðir eru í hótelinu, þar af einn hlaðborðsstaður. Aðrir bjóða m.a. tyrkneska ítalska, asíska og sjávarrétti af matseðli. Barirnir eru nokkrir og bjóða sumir upp á lifandi tónlist og skemmtiatriði á kvöldin. 
Hótelgarðurinn er stór og í honum eru fimm sundlaugar, þar af ein aðeins ætluð fullorðnum og önnur með flottum vatnsrennibrautum. Sólstólar og sólhlífar eru við allar laugarnar og einnig við ströndina. Krakkaklúbbur er fyrir börnin og leiksvæði bæði innan og utan dyra. Íþrótta- og leikjadagskrá er allan daginn fyrir þá sem áhuga hafa, unga jafnt sem eldri.

Heilsulindin er hin glæsilegasta og þar er tyrkneskt bað og gufubað. Í boði er nudd og margar gerðir líkams- og snyrtimeðferða. Líkamsræktaraðstaðan er góð og hægt er að sækja tíma í þolfimi og jóga.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar bíla- og hjólaleiga og boðið er upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu. Kjörbúð og gjafavöruverslanir eru í hótelinu.

La Blanche Island er á gullfallegum rólegum stað í Guvercinlik. Hér er allt til alls, veitingar, slökun og afþreying en ekki mikið af veitingastöðum og verslunum í allra næsta nágrenni. Því er upplagt að leigja hjól til að skoða sig um eða jafnvel bíl. Skutluþjónusta er á milli hótelsins og flugvallarins í Bodrum.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Strönd: við fallega strönd í Guvercinlik
 • Veitingastaðir: Á hótelinu. Ekki í allra næsta nágrenni en hægt að leigja hjól eða bíl.

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun