fbpx Labranda Bronze Playa, Playa del Inglés | Vita

Labranda Bronze Playa, Playa del Inglés
4 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Labranda Bronze Playa

Labranda Bronze Playa er mjög gott hótel rétt við sjóinn á Ensku ströndinni. Veitingastaðir og verslanir í götunum í kring og stutt í alla afþreyingu. Almenningssamgöngur stutt frá hótelinu.

Í hótelinu eru 178 fallega innréttuð 36 fermetra herbergi sem rúma allt að þremur fullorðnum eða tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru í millibrúnum við og ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar eru svalir eða verönd búin húsgögnum.

Loftkæling og upphitun er alls staðar, sími, 39 tommu flatskjársjónvarp með USB-tengi og gervihnattarásum, smábar, hraðsuðuketill og öryggishólf. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur.

Á Cactus Lounge er morgunverður, hádegis- og kvöldverður af hlaðborði og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Ferskt pasta og nýbakaðar pitsur eru í boði og hægt er að panta glútenlausa rétti. Kökur og kruðerí, samlokur og snarl fæst yfir daginn. Barirnir eru þrír, kokteilbarinn Strelitzia og Palm Beach eru opnir á kvöldin og fram yfir miðnætti og Coconut við sundlaugina er opinn til kl. 18.

Í hótelgarðinum er fullorðinslaug, barnalaug og nuddpottur. Allt um kring eru sólbekkir og sólhlífar. Hægt er að fá baðhandklæði við laugina. Dagskrá er yfir daginn meðal annars með jóga og vatnaleikfimi og á kvöldin eru sýningar, lifandi tónlist og bingó. Gestir geta nýtt sér líkamsræktaraðstöðuna á systurhótelinu Labranda Marieta rétt hjá.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Labranda Bronze Playa er á frábærum stað stutt frá ströndinni og ekki er langt í lífið og fjörið í miðbænum með alla sína bari, veitingahús og verslanir. Almenningssamgöngur stoppa stutt frá hótelinu.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 29 km
 • Strönd: Stutt frá ensku ströndinni
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Líkamsrækt: Á systurhóteli Labranda Marieta rétt hjá

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og upphitun

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun