fbpx Las Madrigueras golf hótel. Las Americas golfvöllur.

Las Madrigueras, Playa de las Américas

Vefsíða hótels

Vinsamlega athugið að sundlaugin verður lokuð frá 29. júlí - 2. ágúst 2019 vegna viðhalds. 

Glæsilegt lúxushótel við Las Americas golfvöllinn, golfbíll með GPS fylgir og beint aðgengi er af hótelinu að fyrstu holu.

Í hótelinu eru 57 rúmgóðar og bjartar vistarverur. Herbergin eru 44, 50-60 fermetrar að stærð, og svíturnar sem eru 13 eru 65-150 fermetrar að stærð. Innréttingar eru allar hinar glæsilegustu, klassískar og stílhreinar, úr dökkum við með ljósu áklæði. Dökkt viðarparkett á gólfum. Í öllum vistarverum er loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging, gestum að kostnaðarlausu. Baðsloppar eru á baðherbergjum, hárþurrka og baðvörur. Stór verönd með húsgögnum er við öll herbergin. Útsýni er yfir golfvöllinn og á haf út, yfir á eyjuna La Gomera. 

Morgunverðarhlaðborðið er ríkulegt auk þess sem hægt er að panta heita rétti af matseðli. Kokkarnir á Belle Vue snara fram léttum réttum og snarli fyrripart dags og ljúffengum klassískum réttum úr besta fáanlega hráefni á veitingastaðnum Bogey á kvöldin. Fyrir kvöldverðinn er upplagt að fá sér fordrykk á píanóbarnum eða slaka á í billjarðstofunni.
Hótelgarðurinn er fallega gróinn, þar er upphituð sundlaug, sólbekkir og sólhlífar. 

Heilsulind er í hótelinu þar sem ljúft er að láta þreytuna líða úr sér í nuddpottinum, gufubaði eða tyrknesku baði. Einnig er gott að láta dekra við sig í þeim líkamsmeðferðum sem þar er boðið upp á. Á hótelinu er svo líkamsræktaraðstaða, hárgreiðslu- og snyrtistofa.

Í móttökunni er hægt að skipta gjaldeyri, leigja bíl og kaupa miða á ýmsa viðburði. Þar er einnig þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónusta. 

Það er ekki fjarri lagi að kalla Las Madrigueras himnaríki golfarans. Hótelið stendur við Las Americas golfvöllinn og gestir fá til umráða golfbíl með GPS og sérstakan geymsluskáp, auk þess að hafa aðgengi að fyrstu holu beint af hótelinu.

Fyrir þá sem vilja bregða sér af bæ er ströndin í göngufæri og einnig miðbærinn í Las Americas með fjölda verslana og veitingastaða og fjörugu mannlífi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 16 km
 • Miðbær: Las Americas í göngufæri
 • Strönd: Í göngufæri

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun