fbpx Les Jardins De La Koutoubia

Les Jardins De La Koutoubia

Vefsíða hótels

Glæsilegt lúxushótel í hjarta gamla borgarhlutans, Medína. Rétt við aðaltorgið Djemaa el Fna. Veitingastaðir, sundlaug og heilsulind í hótelinu.

Í hótelinu eru 108 vistarverur sem skiptast í rúmgóð herbergi og svítur sem rúma allt að þrjá einstaklinga. Innréttingar eru nútímalegar og hlýlegar, í austrænum stíl, viður er dökkur og áklæði ljóst. Öll sjálfsögð nútímaþægindi eru til staðar, eins og loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, smábar og ókeypis háhraða nettenging. Á baðherbergjum er baðker og sturta sér og vandaðar baðvörur.

Á morgunverðarhlaðborði eru bæði heitir og kaldir réttir. Þrír veitingastaðir eru í hótelinu. Les Jardins de Bala er á veröndinni á þriðju hæð með útsýni yfir Koutoubia-moskuna. Þar bjóðast indverskir og asískir réttir af matseðli. Á Relais de Paris er boðið upp á franska matargerð og sjávarrétti og á þriðja staðnum er áherslan á hefðbundna marokkóska rétti. Vín er í boði á öllum veitingastöðunum. Á jarðhæðinni er notalegur píanóbar með úrvali kokteila og inn af honum er billjarðstofa.

Fallegur innanhússgarður er í hótelinu og þar er upphituð sundlaug og bar með snarli og áfengum og óáfengum drykkjum. Önnur sundlaug er á þakveröndinni. Góð sólbaðsaðstaða er við þær báðar.

Heilsulindin er vel útbúin, þar er innilaug með nuddi, tyrknesk böð, líkamsræktaraðstaða, hvíldarhreiður og testofa og snyrtistofa þar sem boðið er upp á alls kyns líkams- og nuddmeðferðir.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og boðið upp á gjaldeyrisskipti og þvottaþjónustu, þurrhreinsun og strauþjónusta eru gegn gjaldi.

Les Jardins de la Koutoubia er á frábærum stað í hjarta gamla bæjarhlutans Medína. Tveggja mínútna gangur er á aðaltorgið og útimarkaðinn og stutt að Koutoubia-moskunni. Flest önnur kennileiti í Marrakesh eru í göngufæri. Einkabílastæði fyrir þá sem leigja bíl.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 2,4 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Á sameiginlegum svæðum og án endurgjalds

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun