fbpx Mediterranean Palace, vel staðsett. Playa de las América

Mediterranean Palace, Playa de las Américas

Vefsíða hótels

Hótel Mediterranean Palace er gott og einstaklega vel staðsett hótel. Það er miðsvæðis á Playa de las América og steinsnar frá strönd. Sundlaugargarðurinn er ævintýralegur með 300 fm sundlaug sem er umkringd rómverskum styttum og annarri 1.000 fermetra laug en umhverfis hana eru gosbrunnar og geysifínt sólbaðssvæði. 

Hótelið er heill heimur útaf fyrir sig með sínum ævintýralegu sundlaugargarði , veitingastöðum, börum og snakkbörum. Aðal veitingastaður hótelsins býður uppá girnilegt hlaðborð alla daga með úrvali af þjóðlegum og alþjóðlegum réttum, auk þess að vera með sérstök þemakvöld.  Hægt er sitja úti eða inni (fer þó eftir veðri).

The Beach Club, við Playa del Camisón,  er notalegur staður við sjóinn. Þar er borinn fram matur á daginn, en á kvöldin breytist staðurinn í stóran bar og mörg kvöld er skemmtidagskrá með lifandi tónlist.

Snakkbarinn Marco Antonio er fínn fyrir létt hádegissnarl og er með ágætan krakkamatseðil.  Heilsu- og  safabarinn við sundlaugina er með fersk salat og nýkreistann djús.

Á hótelinu eru 535 herbergi , öll loftkæld með síma, sjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku og verönd eða svölum. Hægt er að panta minibar gegn greiðslu. Ekki er hægt að fá tóman minibar // ísskáp. Herbergi snúa ýmist yfir garðinn og sundlaugina eða að götu. Þráðlaust net er í herbergjum og sameiginlegu rými.

Lifandi og líflegt hótel með sundlaugum, barnalaugum, nuddpottum og þremur tennisvöllum. Einnig mini-golf,  líkamsrækt, tækjasalur og alls kyns íþróttatímar eins og tai chi og jóga. Borðtennis, billjard og prógramm í garðinum alla dag.
Hægt er að fá strandhandklæði gegn 15 EUR tryggingu sem er endurgreidd þegar handklæðinu er skilað.

Hárgreiðslustofa, smáverslanir og klúbbar fyrir börn og unglinga. Öll barnaaðstaða til fyrirmyndar. Heilsulindin “Mare Nostrum SPA Thalassotherapy Centre” er svo annar  heimur og sjón er sögu ríkari.

Líf og fjör fyrir lífsglatt fólk!

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Lyfta
 • Herbergi: Tvíbýli
 • Nettenging: Frítt Wi - Fi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Minibar: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun