fbpx Melia Bali Indonesia. Einkaströnd - fallegur hótelgarður.

Melia Bali Indonesia
5 stars

Vefsíða hótels

Gullfalleg hótelsamstæða við ströndina í Nusa Dua, rétt hjá verslunarmiðstöðinni Bali Collection. Miðbærinn í göngufæri.

Í hótelsamstæðunni eru 494 vistarverur, sem skiptast í rúmgóð herbergi og svítur. Innréttingar eru stílhreinar og glæsilegar með á herslu á dökkan við og jarðarliti. Parkett eða marmaraflísar eru á gólfum. Hér eru öll sjálfsögð þægindi til staðar eins og loftkæling, sími, flatskjársjónvarp, smábar og öryggishólf. Á baðherbergjum er baðker, hárþurrka og baðvörur. Þráðlaus nettenging er í herbergjum og sameiginlegum rýmum gestum að kostnaðarlausu. Við allar vistarverur eru svalir eða verönd með húsgögnum.

Gestir geta valið úr nokkrum veitingastöðum. Á Lotus Asian Garden er matargerðin asísk, Sorrento Mediterranian sérhæfir sig í Miðjarðarhafsmatargerð, á Sateria sem stendur við ströndina fást pitsur af öllum gerðum. Auk þess er sushi veitingastaður á hótelinu og kaffihús svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við eigin bragðlauka hæfi. 
Hótelgarðurinn er með fallegum hitabeltisgróðri og sundlaugin sem er heilir 1.500 fermetrar er í laginu eins og náttúrulón með gróðursælum eyjum. Þar er sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum og einnig á einkaströnd hótelsins. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin og leikherbergi. Skemmtidagskrá er fyrir börn og fullorðna alla daga. 

Til að hvíla sig frá sólinni er upplagt að nýta sér líkamsræktaraðstöðuna sem er með tækjum af nýjustu gerð eða leggjast á bekk í heilsulindinni og láta dekra við sig. Þar er boðið upp á líkams- og andlitsmeðferðir af ýmsum gerðum. 

Í gestamóttökunni eru gjafavöruverslun og þar er boðið upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu, gjaldeyrisskipti og bílaleigu.
Melia Bali er sannkallað lúxushótel. Hér er allt sem þarf fyrir draumafríið. Vatnasport af ýmsu tagi er hægt að stunda við ströndina og strandblak og starfsfólk hótelsins leiðbeinir við íþróttaiðkun og skemmtun. Hótelið er spölkorn frá Bali Collection verslunarmiðstöðinni og miðbæ Nusa Dua og þar eru verslanir, veitingastaðir og söfn að skoða.

Fjarlægðir

  • Veitingastaðir: Nokkrir veitingastaðir á hóteli
  • Strönd: Einkaströnd

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Skemmtidagskrá
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Verönd/svalir
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun