fbpx Melia Llana | Vita

Melia Llana
5 stars

Vefsíða hótels

Lúxushótel á besta stað við Algodoeiro-ströndina í Santa Maria, aðeins ætlað fullorðnum.
Hótel með öllu inniföldu!
Einkaströnd, veitingastaðir, barir, heilsulind og fullkomin slökun en aðeins nokkrar mínútur með leigubíl í miðbæinn. Strandklúbbur rétt við hótelið.

Í hótelinu eru 303 vistarverur, 40 fm tveggja manna herbergi og 72 fm svítur á tveimur hæðum, auk einnar 110 fermetra sem rúmar fjóra. Innréttingar eru nútímalegar og hlýlegar, í dökkbrúnum litum og hvítum á móti gylltum sandlit eða rústrauðum í áklæði. Flísar eru á gólfum. Loftkæling er stillanleg og alls staðar er sími, flatskjársjónvarp með fjölda gervihnattarása, öryggishólf, aðstaða til að laga te og kaffi, smábar og þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er sturta eða baðker, hárþurrka og baðvörur. Level-herbergjum og svítum fylgja baðsloppar og inniskór, kaffivél, aðgangur að sérsundlaug og bar og ýmis fríðindi. Alls staðar er verönd eða svalir búnar húsgögnum, sums staðar er beint aðgengi að sundlaug.

Morgunverður, kvöld- og hádegisverður er af hlaðborði á veitingastaðnum Mosaico. Casa Nostra er ítalskur hlaðborðsstaður undir beru lofti, á Nami bjóðast asískir réttir af matseðli og snarlbarinn í sundlaugargarðinum býður mikið úrval léttra rétta. Auk þess eru fjórir huggulegir barir í hótelinu og lifandi tónlist á einum þeirra á kvöldin.

Tvær góðar sundlaugar eru í hótelgarðinum með sólbekkjum, sólhlífum og balíbeddum í kring. Skjólveggir hlífa gegn vindi. Starfsfólk sér um afþreyingu yfir daginn. 
Í heilsulindinni er gufubað og upphitaður nuddpottur og alls kyns nudd- og vellíðunarmeðferðir í boði auk snyrtimeðferða. Líkamsræktaraðstaðan er góð, boðið er upp á jóga og leikfimitíma og hægt er að panta einkaþjálfara. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og strauþjónusta (ekki þurrhreinsiþjónusta), bílaleiga og hægt er að bóka skoðunarferðir.

Melia Llana er gott hótel, með 18 ára aldurstakmark, við ströndina í Santa Maria. Hér er hægt að slaka fullkomlega á og endurnæra líkama og sál. Þeir sem kjósa svolítið fjör geta kíkt á Bikini-strandklúbbinn rétt við hótelið. 5 kílómetrar eru í miðbæinn með skemmtilegum veitingastöðum og verslunum og sölubásum heimamanna.

Ferðamannaskattur í Cabo Verde er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt og greiðist við innritun á hóteli.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 16 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
 • Miðbær: 5 km í Santa Maria miðbæinn

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun