fbpx Nayra, Playa del inglés | Vita

Nayra, Playa del inglés
4 stars

Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Nayra:

• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.

Nayra er bókstaflega í hjarta Ensku strandarinnar, við hliðina á Yumbo-verslunarmiðstöðinni. Aldurstakmark 18 ár. Verslanir og veitingastaðir í götunum í kring og aðeins 15 mínútna gangur á ströndina. Fullkomin slökun eða fjör og læti út í eitt, þitt er valið.
Þetta hótel fékk ,,Travellers Choice" stimpilinn árið 2020.

Í hótelinu eru 46 rúmgóð herbergi, ætluð einum eða tveimur fullorðnum. Innréttingar eru í nútímalegum naumhyggjustíl í hvítum litum með skæru áklæði. Alls staðar er háskerpusjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, sími og að sjálfsögðu loftkæling og upphitun. Á baðherbergjum er stór sturta með gólfflísum sem ekki verða hálar þó þær vökni, hárþurrka, snyrtispegill og ókeypis baðvörur. Við öll herbergi er verönd eða svalir með húsgögnum og útsýni yfir sundlaugina. 
Ókeypis háhraða þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu gestum að kostnaðarlausu.

Morgunverðarhlaðborð er í boði í veitingasal alla morgna frá klukkan 8 til 11.

Í hótelgarðinum er sundlaug, sem er upphituð yfir vetrarmánuðina, með fínni sólbaðsaðstöðu, með sólbekkjum, sólhlífum og meira að segja nokkrum balíbeddum þar sem er aldeilis hægt að slaka vel á. Sundlaugarbarinn býður upp á svalandi drykki frá kl. 11 til 19 auk þess sem þar fæst snarl og léttir heitir og kaldir réttir. 

Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, með nýjum tækjabúnaði, og hægt er að panta nuddmeðferðir innan sem utan dyra. 
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.

Það er óhætt að segja að Nayra sé á frábærum stað á Ensku ströndinni. 15 metra frá Yumbo-verslunarmiðstöðinni og 15 mínútna gangur frá ströndinni. Ótal veitingastaðir og verslanir eru í götunum allt um kring og lifandi næturlíf. Flest herbergi snúa inn að hótelgarðinum. Nokkur eru með lokaðri verönd sem snýr út að götu. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 33 km
 • Veitingastaðir: Allt um kring
 • Strönd: Nálægt Ensku ströndinni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Nettenging
 • Veitingastaður: Sundlaugarbar með heitum og köldum réttum
 • Heilsulind: Hægt að panta nuddmeðferðir

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og upphitun

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun