fbpx NH Valencia Center | Vita

NH Valencia Center
4 stars

Vefsíða hótels

Fínt 4 stjörnu hótel, rúmin góð, ísskápur (minibar), hitakanna og baðherbergi með baði. Innréttingar eins á öllum hæðum.

Matsalur er á 1.hæð, rúmgóður og bjartur.

Á efstu hæðinni er opin verönd með útsýni yfir borgina og hægt að setjast niður og panta sér drykki.
Þar er sólbaðsaðstaða, lítil laug og lítil líkamsræktaraðstaða með nokkrum tækjum og lóðum. Frábært útsýni!

Staðsetning hótelsins er góð, nálægt lítilli verslunarmiðstöð (Nuevo Centro) og beint fyrir framan Turia almenningsgarðinn. Ca. 25 mínútna ganga í miðborgina. Góðar samgöngur, strætó niður í miðborg stoppar beint fyrir utan. Það er hægt að taka sporvagn niður á strönd. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 12 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Nema upp á þakverönd

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun