fbpx Oasis Atlantico Belorizonte | Vita

Oasis Atlantico Belorizonte
4 stars

Vefsíða hótels

Góð hótelsamstæða á einstökum stað við hvíta sandströndina í Santa Maria, Grænhöfðaeyjum. Hótel með öllu inniföldu!
Einungis 5 mínútna gangur í miðbæinn. Veitingastaðir, sundlaugar, heilsulind og líkamsræktaraðstaða á hótelinu. 

Í samstæðunni eru 355 vistarverur. Í aðalbyggingunni, sem er á tveimur hæðum, eru 60 herbergi sem rúma allt að þrjá einstaklinga, en einnig er hægt að fá samliggjandi fjölskylduherbergi. Aðrar vistarverur eru smáhýsi, standard sem rúma allt að fjóra og superior sem rúma allt að þrjá. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, í ljósum litum með ljósum eða millibrúnum við. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling sem dregur úr raka og kælir, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og smábar. Öryggishólf sem rúmar fartölvu er gegn gjaldi og þráðlaus nettenging einnig. Á baðherbergjum er hárþurrka, baðvörur og skolskál. Í smáhýsum er stór sturta en á herbergjum er baðker með sturtu.
Lítil verönd er við smáhýsin en svalir við herbergin. 

Nokkrir veitingastaðir er í hótelinu. Fyrir þá sem kjósa fullt fæði eru allar máltíðir af hlaðborði á Santa Maria. Á Grill Salinas er boðið upp á smakkseðil með dæmigerðum réttum heimamanna. Flôr do Sal er opinn frá morgni til kvölds og þar er matseðillinn ítalskur. Á strandbarnum er boðið upp á grill eða létta rétti af matseðli á kvöldin auk, að sjálfsögðu, ljúffengra drykkja. Einnig er hægt að setjast niður á Salinas eða á setustofubarnum og svala þorstanum.

Hótelgarðurinn er gróinn og fallegur og þar eru þrjár sundlaugar með sérsvæði fyrir börnin og sólbaðsaðstaðan er til fyrirmyndar. Starfsfólk sér gestum fyrir alls kyns afþreyingu, m.a. danskennslu, íþróttum og strandleikjum frá morgni til kvölds. Krakkaklúbbur er fyrir börnin. Beint aðgengi er að ströndinni og þar eru sólbekkir gestum hótelsins að kostnaðarlausu.
Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er bílaleiga, gjaldeyrisskipti og þvotta- og þurrhreinsiþjónustu.

Sjálfstætt rekin líkamsræktarstöð er við hótelið með nægu plássi og nóg af tækjum og einnig heilsulind þar sem boðið er upp á ýmsar gerðir nudd- og heilsumeðferða. Þar eru einnig verslanir með minjagripi og handverk heimamanna og boðið er upp kennslu í köfun og fleiru.

Ferðamannaskattur í Cabo Verde er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt og greiðist við innritun á hóteli.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Miðbær: 5 min gangur í miðbæ Santa Maria
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Gegn gjaldi
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Tvö herbergi sérstaklega útbúin.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi
 • Verönd/svalir: Verönd við smáhýsin og svalir við herbergin í aðalbyggingu.

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun