fbpx Oasis Salinas Sea | Vita

Oasis Salinas Sea
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel á frábærum stað á hvítri Santa Maria strandlengjunni. Falleg hönnun, einkaströnd og æðislegt umhverfi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Oasis Salinas Sea er hluti af Oasis Atlantico keðjunni en hótelið er með 337 herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur. Hægt er að bóka samliggjandi herbergi. Herbergin eru rúmgóð og virkilega snyrtileg. Þau eru smekklega innréttuð, stílhrein og björt, með flísum á gólfi. Öll herbergi eru með loftkælingu, Interneti, síma, flatskjársjónvarpi með alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum, sófa, skrifborði, öryggishólfi, míníbar og kaffivél. Baðherbergin eru mjög snyrtileg með hárþurrku, sturtu og skolskál. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd með garðhúsgögnum.

Hótelið býður upp á hlaðborð fyrir morgunverð, hádegisverð og kvöldverði en einnig eru tveir snarlbarir á hótelinu. Fjórir ólíkir veitingastaðir bjóða upp á fjölbreytta matseðla; alþjóðlega rétti, sérstaka rétti frá Grænhöfðaeyjum, ítalskan mat, grillaðan fisk og kjöt. Á hótelinu er bar þar sem hægt er að njóta drykkja hvenær sem er sólarhringsins en einnig er bar í hótelgarðinum, við sundlaugina, þar sem hægt er að kæla sig niður með svalandi drykk.

Hótelgarðurinn er mjög stór og fallegur. Þar er stór sundlaug, barnalaug og nuddpottur. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar og nóg er af plássi við sundlaugina en þar sem hótelið er með einkaströnd er stutt að fara til að skipta um umhverfi og njóta sólarinnar við kristalstæran vatnsflötinn. Inni á hótelinu er líkamsræktarstöð og heilsulind þar sem hægt er að fara í nudd eða panta sér meðferðir svo þarna er allt til alls til að rækta líkama og sál í fríinu.

Starfræktur er krakkaklúbbur á hótelinu, daglegar sýningar eru settar upp ásamt því að hægt er að taka þátt í allskonar íþróttaiðkunum og jafnvel læra að dansa.

Aðeins er stutt gönguferð inn í miðbæ Santa Maria og hægt að skrá sig í spennandi skoðunarferðir ef gestir vilja kynna sér daglegt líf og fallega náttúru á Grænhöfðaeyjum. 

Þetta fallega hótel við Atlantshafið hefur allt sem þarf til að gera fríið ógleymanlegt. Falleg hönnun, frábær staðsetning, góður matur og fullt af afþreyingarmöguleikum, t.d. veiði, köfun eða iðkun annarra vatnaíþrótta. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Strönd: Einkaströnd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun