Okaliptüs, Bodrum

Vefsíða hótels

Fremur lítið en frábærlega vel hannað þriggja stjörnu hótel við ströndina í Bitez. Herbergin eru rúmgóð og klassísk og rúma allt að að þrjá gesti. Morgunmatur er innifalinn í gistingu.

Hótelið leggur áherslu á strandlífið og er öll þjónusta í tengslum við það með besta móti. Bar og veitingastaður hótelsins er tengdur ströndinni og er hótelið með séraðstöðu á ströndinni sjálfri. Hótelið er umvafið gróðri og trjám og skapar umhverfið gjarnan mjög hlýlega tilfinningu fyrir gesti.

Svalir á hótelherbergjunum eru mjög veglegar. Sundlaugagarðurinn er frekar lítill, en hann er nánast samtengdur ströndinni.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 40 km
 • Miðbær: 500 m
 • Strönd: Við strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging: Aðgengi að nettengdum tölvum í gestamóttöku gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun