fbpx Opera Plaza

Opera Plaza

Vefsíða hótels

Stórgott hótel á góðum stað í miðborginni, rétt við lestarstöðina og Konunglega leikhúsið. Sundlaug, veitingastaðir og heilsulind og gamli bæjarhlutinn í 30 mín göngufæri.

Í hótelinu eru 115 rúmgóð herbergi sem rúma allt að þrjá einstaklinga og svítur sem rúma tvo fullorðna og tvö börn. Vistarverur eru allar fallega innréttaðar í nútímalegum stíl með marokkósku yfirbragði. Viður er dökkur og áklæði í brúnum og ljósum litum. Flísar eða teppi eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp, smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging gestum að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Við öll herbergin eru svalir, búnar húsgögnum.

Morgunverður er af hlaðborði. Þrír veitingastaðir eru í hótelinu. Á Bella Italia ætti ekki að koma á óvart að matargerðin er ítölsk með léttum réttum af hlaðborði og pitsum auk úrvals af léttvíni. Á Rossini eru marokkóskir réttir af hlaðborði og á Melkis er andrúmsloftið elegant og ítalskir og marokkóskir réttir í boði af matseðli.  Á Havanitta setustofubarnum fást kokteilar, romm og aðrir ljúffengir drykkir auk vindla.

Í hótelgarðinum er fínasta sundlaug með góðri sólbaðsaðstöðu. Sundlaugarbarinn býður upp á létta rétti og úrval svalandi eða heitra drykkja og hægt er að sitja við hann án þess að fara upp úr lauginni.

Í heilsulindinni er hægt að slaka á í tyrkneskri gufu og nudd- og snyrtimeðferðum af ýmsum gerðum. Líkamsræktaraðstaðan er lítil en með nýlegum tækjum og útsýni yfir sundlaugina. Þá er keilusalur í hótelinu.

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er m.a. töskugeymsla og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Opera Plaza er mjög gott hótel, rétt við lestarstöðina og við hliðina á Konunglega leikhúsinu. Verslanir og veitingastaðir eru í götunum í kring og stutt er í Gueliz-hverfið flotta þar sem fínu tískuverslanirnar standa í röðum.  Gamli bæjarhlutinn er í léttu göngufæri.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 3,3 km
 • Miðbær: 3km á markaðinn

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun