Oriente Atiram
Vefsíða hótels
Oriente Atiram er 4 stjörnu hótel staðsett á Römblunni með veitingastaði, bari og verslanir allt um kring. Um 20 mínútna gangur er á ströndina frá hótelinu og einnig er stuttur gangur að næstu neðanjarðarlestarstöð þaðan sem hægt er að ferðast um alla borgina. Hótelið hefur í eina tíð verið glæsihótel en er aðeins komið til ára sinna, þó það sé mjög snyrtilegt. Gestamóttakan er stór og glæsileg og er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er einnig veitingastaður þar sem morgunverðurinn er borinn fram.
Herbergin eru í hefðbundnum stíl og innréttuð með dökkum viðarhúsgögnum. Þau eru öll með sjónvarpi, minibar (tómur), öryggishólfi og kaffiaðstöðu. Baðherbergin eru ýmist með sturtu eða baðkari, hárþurrku og baðvörum.
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Lyfta
- Gestamóttaka
- Veitingastaður
Vistarverur
- Te- eða kaffiaðstaða
- Herbergi
- Minibar
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
- Baðvörur
Fæði
- Morgunverður