Paloma Family Club, Bitez

Vefsíða hótels

Þægileg hótelsamstæða á mjög góðum stað í fallegu grónu umhverfi í Bitez á Tyrklandi, 15 mínútur frá miðbæ Bodrum. Strætó stoppar við hótelið. Kjörbúð og veitingastaðir á hótelinu. Örfárra mínútna gangur niður á strönd og veitingastaðir og verslanir í götunum í kring.

Í samstæðunni eru 104 vistarverur, sem skiptast í standard herbergi, tvískipt fjölskylduherbergi sem rúma fjóra og svítur. Innréttingar eru einfaldar og snyrtilegar, í ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling, sími, flatskjársjónvarp og lítill ísskápur. Hægt er að leigja öryggishólf. Þráðlaus nettenging er ókeypis í sameiginlegum rýmum. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og handklæði. Við allar vistarverur er verönd eða svalir búnar húsgögnum.
Morgunverður er af hlaðborði og hádegis- og kvöldverður einnig. Setustofubarinn selur létta rétti og að sjálfsögðu ljúffenga drykki.

Tvær sundlaugar eru í hótelgarðinum, við báðar þeirra eru minni barnalaugar og við aðra fullorðinslaugina er vatnsrennibraut. Leiksvæði er fyrir börnin og krakkaklúbbur er starfræktur. Bar með svalandi drykkjum og léttu snarli er við báðar laugarnar og kringum þær er fjöldi sólbekkja.

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er farangursgeymsla og hægt að skipta gjaldeyri.

Paloma Family Club er þægilegt hótel á rólegum og fallegum stað í Bitez, en fyrir þá sem vilja svolítið fjör er aðeins nokkurra mínútna gangur í veitingastaði og bari og korter inn í miðbæ Bodrum. Strætó stoppar utan við hótelið. Þriggja mínútna gangur er niður á ströndina þar sem gestum Paloma býðst að nota sólbekki Ambrosia-hótelsins sér að kostnaðarlausu og þar er hægt að njóta tónlistar og annarrar skemmtunar fram á kvöld.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 42 km
 • Strönd: Örfárra mínútna gangur á strönd
 • Miðbær: 15 min frá miðbæ Bodrum
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging: Ókeypis í sameiginlegum rýmum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Ísskápur: Lítill ísskápur
 • Öryggishólf: Hægt að leigja

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun