fbpx Paradise Park Fun Lifestyle Hotel, Los Cristianos | Vita

Paradise Park Fun Lifestyle Hotel, Los Cristianos
4 stars

Vefsíða hótels

Paradise Park Fun Lifestyle Hotel er fallegt og snyrtilegt hótel í Los Cristianos. Gott andrúmsloft og vinalegt starfsfólk, heilsulind, góður matur og öll helstu þægindi til að eiga ógleymanlegt frí í sólinni.

Á hótelinu eru 394 herbergi af ýmsum stærðum og gerðum. Þau skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, stúdíóíbúðir, svítur o.fl. Herbergin eru ólík að hönnun og með ólíkar innréttingar en eiga það sameiginlegt að bjóða upp á nútímalegt, róandi og þægilegt andrúmsloft. Á öllum herbergjum er internet, sjónvarp með gervihnattarásum, loftkæling, öryggishólf og minibar. Sum herbergi eru með svefnsófa. Svalir eða verönd fylgja öllum herbergjum og útsýni er yfir garðinn eða út á hafið. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur. 

Á hótelinu er einn aðalveitingastaður þar sem boðið er upp á veitingar af hlaðborði á meðan matreiðslumenn leika listir sínar. Seinna á kvöldin eru sýningar settar upp í þessu rými. Sér hlaðborð er borið fram fyrir smáfólkið sem dvelur á hótelinu. Tveir barir eru í hótelgarðinum og þar er hægt að panta drykki og snarl yfir daginn. Þeir gestir sem vilja enn meiri afslöppun geta pantað mat upp á herbergið sitt. 

Hótelgarðurinn er rúmgóður og búinn öllu því helsta sem þarf til að slaka á og sleikja sólina. Fimm sundlaugar eru á hótelinu, sumar þeirra eru úti í hótelgarðinum og sumar inni á heilsulindinni. Þar er notalegt að sitja með góðan drykk í hönd og horfa á útsýnið. Á hótelinu er góð heilsulind með nuddpotti og fjölmörgum meðferðum. Einnig er þar líkamsræktaraðstaða sem gerir gestum kleift að halda rútínunni í fríinu. 
Ýmis afþreying er á hótelinu en til dæmis starfar þar teymi sem sér um skemmtun á daginn og á kvöldin. Starfræktur er krakkaklúbbur sem hefur ofan af fyrir þeim yngri. 
Hótelið býður einnig upp á skutl á ströndina. 

Paradise Park Fun Lifestyle Hotel er flottur kostur fyrir ólíka hópa ferðamanna og hentar fólki á öllum aldri.

Fjarlægðir

 • Strönd: 15 mín gangur
 • Flugvöllur: 15 mín
 • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun