fbpx Pension Europa

Pension Europa
2 stars

Vefsíða hótels

Europa er 2ja stjörnu fjölskyldurekið "pension" á besta stað í Selva, staðsett gegnt skíðakláfnum Champinoi. Á hótelinu er fínn og góður veitingastaður, bar og ágæt herbergi.

Margir þekkja húsið af sólarsvölunum beint á móti Ciampinoi, en þar hafa margir átt notalega stund með kaffibolla eða ölglas á barnum og veitingastaðnum sem er nútímalegur og snyrtilegur.

Herbergi eru er lítil en öll í mjög góðu ástandi. Öll með baðherbergi, sturtu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku. Frí þráðlaus nettenging er á herbergjum og sameiginlegu rými. Tveggja manna herbergi eru með svölum en einbýli eru án svala.
  
Fínn kostur á verulega góðu verði á besta stað í Selva, en athugið að ekki er lyfta í húsinu.

Fæði: Hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.

 

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hotel Pension Europa:

• Gestir og starfsfólk verða að nota grímu í sameiginlegum rýmum og alls staðar þar sem ekki er hægt að virða eins meters fjarlægðarregluna.
• Spritt er víðsvegar um hótelið og nauðsynlegt að spritta sig reglulega.
• Herbergin eru sótthreinsuð milli gesta samkvæmt sóttvarnarreglum.
• Eins meters fjarlægðarregla gildir alls staðar á hótelinu.

Hér eru helstu upplýsingar um sóttvarnir á svæðinu. Reglur geta breyst fyrir vetrargesti. 

Fjarlægðir

 • Skíðalyfta: 20 metrar
 • Miðbær: Í hjarta bæjarins gegnt Champinoi skíðakláfnum

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Hárþurrka
 • Verönd/svalir: Fylgir tveggja manna herbergjum

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun