Pension Europa

Vefsíða hótels

Europa er 2ja stjörnu fjölskyldurekið "pension" á besta stað í Selva, staðsett gegnt skíðakláfnum Champinoi. Á hótelinu er fínn og góður veitingastaður, bar og ágæt herbergi.

Margir þekkja húsið af sólarsvölunum beint á móti Ciampinoi, en þar hafa margir átt notalega stund með kaffibolla eða ölglas á barnum og veitingastaðnum sem er nútímalegur og snyrtilegur.

Herbergi eru er lítil en öll í mjög góðu ástandi. Öll með baðherbergi, sturtu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku. Tveggja manna herbergi eru með svölum en einbýli eru án svala.
  
Fínn kostur á verulega góðu verði á besta stað í Selva, en athugið að ekki er lyfta í húsinu.

Fæði: Hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að taka með sér G-4 tengi.
Þetta á við öll hótelin í bænum.

Ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel í ferðalok. Skatturinn er um 1,60 - 2 Evrur á mann á nótt veturinn 2017 - 2018. 
Gildir aðeins fyrir 15 ára og eldri. 

Fjarlægðir

 • Skíðalyfta: 20 metrar
 • Miðbær: Í hjarta bæjarins gegnt Champinoi skíðakláfnum

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun