fbpx Pestana Cidadela Cascais | Vita

Pestana Cidadela Cascais
5 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Pestana Cidadela Cascais – Pousada & Art District er glæsilegt 5 stjörnu hótel í miðbæ Cascais. Þetta sögulega hótel er umkringt vinnustofum listamanna, galleríum og söfnum, með útsýni yfir hafið og Cascais smábátahöfnina. Það er staðsett 3 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og 5 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum. Það eru tveir veitingastaðir á hótelinu, annar sem býður upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð og einnig er hægt að fá hádegisverð og kvöldverð af matseðili. Hinn er Taberna da Praça sem er "a lá carte" portúgalskur veitingastaður í skemmtilegu umhverfi. Einnig er bar þar sem hægt er að fá drykki og snarl yfir daginn. Heilsulindin er með upphitaðri innisundlaug og ýmsar meðferðir í boði. Í sundlaugagarðinum er sundlaug og sólbekkir þar sem hægt er að slaka á í sólinni og njóta.

Superior herbergin eru með svölum og loftkælingu. Einnig er öryggishólf, minibar, sjónvarp, baðsloppar og inniskór á herbergjum. Baðherbergin eru með sturtu, hárþurrku og baðvörum. Þráðlaust internet er um allt hótelið.

Pestana Cidadela er virkilega fallegt og skemmtilegt hótel á besta stað í Cascais.

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Sundlaug
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Lyfta
  • Bar
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Herbergi
  • Minibar
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Baðsloppar
  • Baðvörur
  • Hárþurrka
  • Sturta

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun