fbpx Porto Platanias Village Resort. Íbúðasamstæða. Miðsvæðis Platanias

Porto Platanias Village Resort, Platanias
4 stars

Vefsíða hótels

Falleg íbúðasamstæða á frábærum stað í hjarta hins líflega bæjar Platanias. Veitingastaðir, verslanir og krár allt um kring og aðeins 200 metrar niður á strönd.

Þessi skemmtilega hótelsamstæða er byggð eins og lítið þorp með fallegum gróðri og hellulögðum stígum á milli bygginga. Í samstæðunni eru 164 bjartar vistarverur sem skiptast í stúdíóíbúðir sem rúma allt að þrjá og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum sem rúma frá fjórum og upp í sex einstaklinga. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, flísar á gólfum. Lítill eldhúskrókur með ísskáp, helluborði, hraðsuðukatli og kaffivél auk tilheyrandi áhalda er í öllum vistarverum. Flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími og öryggishólf er til staðar og loftkæling er stillanleg. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Verönd eða svalir búnar húsgögnum eru við allar íbúðir. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum er í veitingasal. Í hádeginu og á kvöldin er þar einnig boðið upp á fjölbreytt úrval hefðbundinna krítverskra og alþjóðlegra rétta af hlaðborði. Á veitingastaðnum í sundlaugargarðinum fást Miðjarðarhafsréttir af matseðli.

Sundlaugarnar eru tvær, önnur er heilir 850 fermetrar en hin alveg passleg fyrir börnin að busla í. Sólbaðsaðstaðan er hin ágætasta með sólbekkjum og sólhlífum kringum laugina. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin. Sundlaugarbarinn sér til þess að enginn ætti að ofþorna og býður einnig upp á snarl og létta rétti.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, þvottaþjónustu og bílaleigu. Þar er einnig lítil kjörbúð. Gestum hótelsins býðst að nota vel útbúna heilsulind systurhótelsins, Porto Platanias Resort & Spa, sem stendur hinum megin við götuna.

Porto Platanias er á einstaklega góðum stað í hjarta bæjarins, stutt frá ströndinni. Verslanir, veitingastaðir og barir eru í nærliggjandi götum. Aðeins 9 kílómetrar eru til Chania, sem er einstaklega sjarmerandi bær með nógu að skoða, stærri verslunum og iðandi mannlífi, og þangað er auðvelt að komast með almenningssamgöngum.

Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 3 EUR á mann á nótt. 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 25 km
  • Miðbær: 9 kílómetrar til Chania
  • Strönd: Stutt á strönd

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Barnaleiksvæði
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Íbúðir
  • Heilsulind: Gestum hótelsins býðst að nota vel útbúna heilsulind systurhótelsins, Porto Platanias Resort & Spa, sem stendur hinum megin við götuna.

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Ísskápur
  • Verönd/svalir
  • Hárþurrka

Fæði

  • Fullt fæði
  • Hálft fæði
  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun