fbpx Radisson BLU

Radisson BLU Carre Eden
5 stars

Vefsíða hótels

Einstaklega flott, nútímalegt hótel á besta stað í hinu flotta Gueliz-hverfi í Marrakesh sem er í nýja hluta borgarinnar. Verslunarmiðstöð í sömu byggingu, veitingastaðir, tískuverslanir og barir í götunum í kring. 10-15 mínútna gangur í gamla bæjarhlutann.

Í hótelinu eru 198 rúmgóðar vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúma frá tveimur og upp í fjóra einstaklinga og svítur sem rúma allt að sex einstaklinga. Hægt er að fá sérstök fjölskylduherbergi. Innréttingar eru sérhannaðar, nútímalegar og stílhreinar. Teppi er á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, stórt flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, smábar, aðstaða til að laga te og kaffi og ókeypis nettenging. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, baðsloppar, inniskór og ókeypis baðvörur. Við allar vistarverur eru svalir eða verönd.

Morgunverður er ríkulegur af hlaðborði með bæði heitum og köldum réttum. Bakkelsi er bakað á staðnum. Þeir sem eru á hraðferð geta tekið te eða kaffi og orkustykki með sér. Á veitingastaðnum Lila er matargerðin fjölbreytt. Þar eru hefðbundnir marokkóskir réttir í boði en einnig alþjóðlegir, eins og tapas og sushi, steikur og sjávarréttir, allt af matseðli. Á setustofubarnum er boðið upp á snarl og úrval áfengra og óáfengra drykkja. Á kvöldin breytist barinn í skemmtistað með skífuþeyturum eða lifandi tónlist.

Hótelgarðurinn og veröndin ná yfir 2.200 fermetra og þar er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða. Krakkaklúbbur er starfræktur í hótelinu.

Líkamsræktaraðstaðan er 400 fermetrar, með nýjustu Technogym-tækjum og leiðbeinanda í sal. Í heilsulindinni er nuddpottur, tyrknesk gufa og úrval nudd- og líkamsmeðferða.

Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er m.a. töskugeymsla, hraðbanki og samdægurs þvottaþjónusta.

Radisson BLU hótelið er flott hótel sem var opnað árið 2015. Það er á frábærum stað í Gueliz-hverfinu í Marrakesh, með verslunarmiðstöð og veitingastaði í sömu byggingu. Góðir veitingastaðir, barir og hátískuverslanir í götunum í kring. Um korters gangur er í gamla borgarhlutann og mörg helstu kennileiti borgarinnar eru í göngufæri.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 3,9 km

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Skemmtidagskrá
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging: án endurgjalds

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Verönd/svalir
  • Minibar
  • Hárþurrka
  • Herbergi
  • Kaffivél: Aðstaða til að laga te og kaffi

Fæði

  • Hálft fæði
  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun