Riva Bodrum Resort

Vefsíða hótels

Fallegt hótel sem staðsett er uppi á hæð á milli bæjanna Gumbet og Bitez. Herbergin á hótelinu eru annaðhvort í aðalbyggingu eða í smáhýsum sem byggð eru utan í hæðina og snúa að ströndinni í Bítez. Öll herbergin eru rúmgóð og nýtískuleg, í ljósum og fjólubláum litum. Í aðalbyggingunni eru herbergin með litlar svalir eða svokallaðar franskar svalir, en í smáhýsunum eru stórar svalir eða verönd.

Í hótelinu eru þrjár útisundlaugar, heilsulind og aðstaða til líkamsræktar. Stuttur gangur er niður hæðina að strönd, en hótelið býður einnig upp á skutlur sem flytja gesti á ströndina og til baka. Rétt er að taka fram að mikið er um tröppur á milli smáhýsanna, en í aðalbyggingunni er lyfta.

Á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur fyrir börn 4 - 12 ára og fyrir fullorðna er skemmtidagsskrá á hverju kvöldi. Í hótelinu er allt innifalið og morgunmatur og máltíðir eru bornar fram í fallegum veitingasal á verönd sem snýr út að fagurbláum Bitezflóanum.

Fyrir framan hótelið stoppa litlir strætisvagnar á 10 mínútna fresti, svokallaðir dolmusar, og gestir geta ferðast með þeim til miðbæjanna í Gumbet og Bodrum gegn vægu gjaldi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 40 km
 • Miðbær: 1,5 km
 • Strönd: 1 km
 • Veitingastaðir: 1,5 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Frítt í gestamóttöku

Vistarverur

 • Hárþurrka
 • Verönd/svalir
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Sjónvarp
 • Öryggishólf

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun