fbpx Royal Tenerife Country Club Golf del Sur | Vita

Royal Tenerife Country Club Golf del Sur
3 stars

Vefsíða hótels

"Við hjónin dvöldum í 4 vikur á Royal Tenerife Country club í febrúar 2019. Okkur leið alveg einstalega vel þarna, íbúðin var rúmgóð og snyrtileg og allt eitthvað svo heimilislegt. Svalirnar voru stórar með húsgögnum og sólbekkjum og það var yndislegt að sitja þar á morgnana, borða morgunmat og horfa á sólina rísa. Starfsfólk hótelsins var mjög vingjarnlegt og maturinn góður á veitingastaðnum sem var á svæðinu. Í Supermarkaðnum gátum við keypt nýbakað brauð á morgnana og búðin var opin alla daga frá kl 8 til 20. Við vorum 3 mín að labba niður í klúbbhús og 15 mín að labba niður í „bæ“ það sem fullt er af góðum veitingahúsum"

Atli Ágústsson og Anna Harðardóttir.

Royal Tenerife Country Club er 3ja stjörnu gististaður með íbúðum sem eru ýmist með einu eða  tveimur svefnherbergjum. Staðsett á Golf del Sur-golfvellinum og tekur u.þ.b. 4 mínútur að labba í klúbbhúsið.
Við gististaðinn eru 3 útisundlaugar, ein vel upphituð, og góður sundlaugagarður. Bar sem bíður uppá bæði mat og drykki. Það er litil líkamsræktarstöð, einnig er tennisvöllur og borðtennisaðstaða.

Íbúðirnar eru mjög huggulegar, byggðar í nýlendustíl, ýmist með verönd eða svölum. Loftræstikerfið er mjög gott,vifta er í stofulofti, svefnsófi, góður hægindastóll, kapalsjónvarp og DVD spilari. Hægt er að leigja öryggishólf. Á baðherbergjum (2) er hárþurka og snyrtivörur  og í elshúsinu er örbylgjuofn,brauðrist,hraðsuðuketill og kaffivél.

Í svefnherbergi eru stórir fataskápar og stórt hjónarúm með góðum sængum. Svalir og verandir eru vel búnar húsgögnum og sólbekkjum. Það er þrifið og skipt um handklæði á þriggja daga fresti og á rúmum á 6 daga fresti.

WiFi er frítt og hraðvirkt og er til staðar hvarvetna á gististaðnum. Nuddstofa,hárgreiðslustofa og snyrtistofa er á staðnum.

Gestamóttakan er opin allan sólarhinginn og á svæðinu er lítil verslun þar sem allt það helsta fæst og þar færst líka nýbakað brauð kl átta á morgnana og búðin er opin alla daga frá 8 til 20.
San Blas hverfið er í um 15-20 mín. göngufæri og þar er fjöldi veitingastaða, smáverslana, apótek og matvöruverslun.  

Frá íbúðunum er víða fallegt útsýni yfir golfvöllinn og íbúðirnar eru staðsettar á mili brauta golfvallarins.
Aksturinn á suður flugvöllin tekur aðeins um 10 mínútur.

Fjarlægðir

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Íbúðir

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun