Salmakis Resort & Spa, Bodrum

Vefsíða hótels

Mjög góð hótelsamstæða á frábærum stað rétt við ströndina í Bodrum. Heilsulind og veitingastaðir í hótelinu og stutt í iðandi mannlífið í miðbænum. 

Í samstæðunni eru 213 tveggja og þriggja manna herbergi og svítur og íbúðir sem rúma allt að fimm einstaklinga. Innréttingar eru í tyrkneskum stíl, í ljósum, útskornum við og með mynstruðu áklæði. Teppi eru á gólfum nema í svítum og íbúðum, þar eru flísar eða parkett. Allar vistarverur eru búnar loftkælingu og upphitun, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, litlum ísskáp, öryggishólfi og ókeypis þráðlausri nettengingu. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka og baðvörur. Alls staðar er verönd eða svalir búnar húsgögnum. 

Þegar kemur að veitingum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Aðalveitingasalurinn býður upp á tyrkneska og alþjóðlega rétti af hlaðborði og Poseidon sérhæfir sig í sjávarréttum af matseðli og stórkostlegu útsýni. Þeir sem eru fyrir sætindi ættu að halda sig í kökuhúsinu og svo er bara hægt að slaka á og njóta léttra rétta og ljúffengra drykkja annaðhvort á sundlaugarbarnum eða strandbarnum.

Góð sundlaug er í hótelgarðinum, með brú og bar og sérstakri busllaug og leiksvæði fyrir börnin. Sólbekkir og sólhlífar eru allt um kring. Starfsfólk sér um krakkaklúbb og afþreyingu fyrir börn og fullorðna frá morgni til kvölds. 
Heilsulind er í hótelinu með góðri líkamsræktaraðstöðu og fyrirtaks innisundlaug, gufubaði og þurrgufu, auk þess sem alls kyns nudd- og líkamsmeðferðir eru í boði.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta auk sjálfsafgreiðsluþvottavéla, gjafavöruverslun og miðaþjónusta auk skutluþjónustu til og frá flugvelli.

Salmakis er mjög góð hótelsamstæða rétt við ströndina í Bodrum. Hér er eitthvað fyrir alla, næg afþreying á hótelinu og allt um kring en einnig fullkomin slökun og endurnæring fyrir þá sem það kjósa. Stutt í iðandi mannlífið í miðbænum.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 40 km
 • Miðbær: Stutt í miðbæ
 • Strönd: Við ströndina í Bodrum
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Ísskápur: Lítill ísskápur

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun