Samara, Bodrum

Vefsíða hótels

Mjög góð hótelsamstæða við ströndina í Torba, veitingastaðir og heilsulind í hótelinu, einkasandströnd. Korter með almenningssamgöngum, sem stoppa við hótelið, inn í miðbæ Bodrum.
 
Í samstæðunni eru 250 rúmgóðar vistarverur sem skiptast í standard herbergi, fjölskylduherbergi og svítur sem rúma allt að fjóra einstaklinga. Herbergi í aðalbyggingu eru með nýjum innréttingum í gráum og mildum litum. Í smáhýsum eru innréttingar í aðeins klassískari stíl og litum. Flísar eða parkett er á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, lítill ísskápur, öryggishólf, straubúnaður, þvottagrind og þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka, inniskór og baðvörur. Alls staðar er verönd eða svalir búnar húsgögnum. 

Úrval heitra og kaldra rétta er í boði á morgnana, í hádeginu og kvöldin af hlaðborði í veitingasal. Einnig er í samstæðunni veitingastaður sem sérhæfir sig í tyrkneskri matargerð og sjávarréttum, auk snarlbars með úrvali léttra rétta og ljúffengra drykkja. Auk þess er setustofubar í hótelinu og glæsilegur diskóbar auk strandbars, auðvitað við ströndina.

Stór tvískipt laug er í hótelgarðinum og sérlaug fyrir börnin. Sólbekkir og sólhlífar eru allt um kring. Auk þess eru sólbaðsaðstaða á einkaströnd hótelsins sem er sandströnd. Starfsfólk sér um afþreyingu frá morgni til kvölds og alls kyns vatnasport býðst við ströndina. Krakkaklúbbur er fyrir börnin.

Heilsulind er í hótelinu með lítilli líkamsræktaraðstöðu, nuddpotti, hvíldarhreiðri og gufubaði. Hægt er að panta nudd og fleiri líkamsmeðferðir.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bíleiga, lítil kjörbúð og þurrhreinsiþjónusta.

Samara er stórgóð hótelsamstæða á gullfallegum stað við ströndina í Torba. Hér er allt fyrir þá sem þrá fullkomna slökun en einnig hina sem vilja líf og fjör þegar þeim hentar. Almenningssamgöngur eru stutt frá hótelinu og því er ekki langt í iðandi mannlífið í Bodrum. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 28 km
 • Strönd: Við ströndina í Torba
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Ísskápur: Lítill

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun