fbpx Savoy Le Grand Hotel

Savoy Le Grand

Vefsíða hótels

Stórglæsilegt lúxushótel á góðum stað í hinu flotta Hivernage hverfi í miðborginni. Menara lystigarðurinn og gamli miðbærinn eru í 20 mín göngufæri og verslunarmiðstöð er í næstu byggingu.

Í hótelinu eru 368 vistarverur, 223 rúmgóð og björt herbergi og 145 svítur, 120 fermetrar að stærð, sem rúma allt að fjóra. Innréttingar eru glæsileg blanda af nútímalegum og klassískum marokkóskum stíl, dökkur viður og áklæði í brúnum og rauðum litum. Flísar eða parkett er á gólfum. Loftkæling og upphitun, sími, stórt flatskjársjónvarp, sími, kaffivél, öryggishólf, ísskápur og strauborð og -bretti er í öllum vistarverum. Á baðherbergjum er sturta eða baðker, hárþurrka, hágæða baðvörur, baðsloppar og inniskór. Þráðlaus nettenging er í sameiginlegum rýmum og flestum herbergjum. Við flest herbergi og svítur eru svalir búnar húsgögnum.

Ríkulegur morgunverður er af heitu og köldu hlaðborði alla morgna. Þrír veitingastaðir eru í hótelinu. Á Metropole er boðið upp á alþjóðlega rétti af hlaðborði, á Alfredo eru það ítalskir réttir af matseðli og á Taliouine er áherslan á hefðbundna marokkóska rétti af matseðli. Barirnir eru fjórir, setustofubarinn er einstaklega huggulegur, Rocks barinn er við sundlaugina í hótelgarðinum og á Moov fást ljúffengir kokteilar. Á Bogart skiptir síðan að sjálfsögðu miklu máli að velja rétta árganginn af víni.  

Hótelið státar af stærsta sundlaugasvæði í allri Marrakesh, útisundlaugarnar tvær eru 2.000 fermetrar að flatarmáli og sólbaðsaðstaðan er til fyrirmyndar.

Heilsulindin er hin glæsilegasta með tveimur innilaugum. Þar eru að sjálfsögðu í boði nudd- og líkamsmeðferðir. Líkamsræktaraðstaðan er ekki stór en tækin eru af bestu gerð.

Í móttökunni er boðið upp á gjaldeyrisskipti, sólarhrings þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónustu. Hraðbanki er í hótelinu og glæsileg rakarastofa. Bílastæðahús er fyrir þá sem leigja bíl.

Savoy Le Grand er glæsihótel í flottasta hverfi borgarinnar. Menara grasagarðurinn og gamla borgarhverfið Medína eru í léttu göngufæri. Heil verslunarmiðstöð með úrvali verslana, veitingastaða og afþreyingar er í næstu byggingu og er innangengt frá hótelinu.

Fjarlægðir

 • Miðbær: í göngufæri

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: án endurgjalds

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Hárþurrka
 • Herbergi
 • Verönd/svalir: Við flest herbergi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun