fbpx Segara Village Hotel, Balí | Vita

Segara Village Hotel, Balí
4 stars

Vefsíða hótels

Gullfalleg hótelsamstæða á frábærum stað við ströndina í Sanur, með gróðursælum görðum, sundlaugum, veitingastöðum og heilsulind. 
Í hótelinu eru 120 fallega hannaðar vistarverur sem rúma frá tveimur og upp í fimm einstaklinga. Innréttingar eru einstaklega smekklegar, nútímalegar en jafnframt hlýlegar. Marmari er á gólfum. Flatskjársjónvarp með 60 gervihnattarásum er í öllum vistarverum, einnig smábar, öryggishólf, aðstaða til að laga te og kaffi, regnhlíf og strandtaska, auk þráðlausrar nettengingar gestum að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er ýmist baðker og sturta, eða regnsturta, hárþurrka, baðvörur, sloppar og inniskór. 

Morgunverðarborðið í veitingasalnum við ströndina er ríkulegt og í hádeginu og á kvöldin stendur valið um asíska eða alþjóðlega rétti sem hægt er að njóta hvort sem er undir beru lofti eða innandyra. Á Byrdhouse-barnum er í boði úrval kokteila úti í miðri sundlaug með útsýni yfir hafið. Ekki amalegt það.

Hótelsvæðið er hannað eins og balískt þorp með tveggja hæða byggingum sem umkringdar eru gróðursælum görðum með tjörnum, trjám, gosbrunnum og styttum. Þrjár sundlaugar eru í garðinum og þar er sólbaðsaðstaða til fyrirmyndar, með bekkjum og sólhlífum. Sérstakt leiksvæði er fyrir börn. 

Heilsulind er í hótelinu og þar aldeilis hægt að njóta þess að slaka á í hefðbundnum balískum líkamsmeðferðum og nuddi. Á hótelinu er einnig hægt að stunda jóga, matreiðslunámskeið, tennis og billjarð og leigja hjól til að skoða nágrennið. Þar er einnig boðið upp á þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónustu.

Segara Village, sem er fyrsta hótelsamstæðan sem byggð var á Balí, hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1957 og nú er það þriðji ættliðurinn sem sér um reksturinn. Fjölskyldunni er einkar annt um að gestir njóti vistarinnar og mikið er lagt upp úr persónulegri þjónustu og hreinlæti. Nóg er um afþreyingu í hótelþorpinu en þar að auki er ströndin í nokkurra skrefa fjarlægð og þar er hægt að stunda allar gerðir vatnasports. Því er óhætt að segja að hér sé allt til alls. 

 

 

Fjarlægðir

  • Strönd: Við ströndina
  • Veitingastaðir: Á hótelinu

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Kaffivél
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun