fbpx Senator Parque Central Hotel, Valencia | Vita

Senator Parque Central Hotel, Valencia
4 stars

Vefsíða hótels

Ágætis hótel á mjög góðum stað við Manuel Sanchis Guarner torg í miðborg Valencia. Hótelið er í stuttri göngufjarlægð frá miðbænum (10 mín) og staðsett í líflegu hverfi sem er með mikið af veitingastöðum, skemmtistöðum, kaffihúsum og skemmtilegum sérverslunum. Góðar almenningssamgöngur rétt við hótelið.

Í hótelinu eru 192 rúmgóð herbergi og svítur, ætluð frá einum fullorðnum og upp í þrjá fullorðna og barn. Innréttingar eru stílhreinar og fallegar, viður millibrúnn og áklæði í hvítum og bláum litum. Parkett er á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, 43 tommu flatskjársjónvarp með kapal- og gervihnattarásum, smábar, ókeypis þráðlaus nettenging og aðstaða til að laga kaffi og te. Öryggishólf er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur.

Morgunverður er af hlaðborði alla daga í veitingasal og þar er úrvalið fjölbreytt. Hægt er að fylgjast með kokkunum laga ommelettuna, steikja beikonið og spæla eggin og að sjálfsögðu er allt brauðmeti nýbakað, appelsínusafinn nýkreistur og kaffið er Nespresso. Á setustofubarnum er boðið upp á ljúffenga drykki og létta rétti og snarl fram eftir kvöldi.
Líkamsræktaraðstaðan er ágæt og hægt er að slaka vel á í gufubaðinu eftir góða æfingu.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á aðstoð við miðakaup og bílaleigu og þar er einnig þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Senator Parque Central er á besta stað í miðborg Valencia, korters gang frá aðallestarstöðinni og gamla bænum. Urmull skemmtilegra veitingastaða, kaffihúsa og bara er í götunum í kring og auðvelt er að komast að helstu kennileitum, söfnum og verslunargötum með strætó sem stoppar rétt við hótelið.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 10 km
 • Miðbær: 10 min göngufjarlægð
 • Veitingastaðir: Í götunum í kring

Aðstaða

 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Veitingastaðir: Veitingasalur með morgunverðarhlaðborði

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun