fbpx Sercotel Acteón | Vita

Sercotel Acteón
4 stars

Vefsíða hótels

Snyrtilegt og rólegt hótel á skemmtilegum stað í Valencia, í nálægð við líflega höfnina og um það bil miðja vegu milli miðborgarinnar og strandarinnar. Stutt í almenningssamgöngur og ýmislegt um að vera í nágrenninu.

Á hótelinu eru 187 sérlega rúmgóð og hljóðeinangruð herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og svítur. Hönnun er nútímaleg og björt en um leið hlýleg og ýtir undir afslöppun hjá þeim sem dvelja í herbergjunum. Þau eru ljósmáluð með stórum gluggum og teppi á gólfi. Rúmin eru breið og þægileg en í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, skrifborð með lampa, sími og lítill ísskápur. Baðherbergin eru flísalögð með sturtu, hárþurrku, handklæðaofni og fríum baðvörum.

Á hótelinu er hægt að kaupa sér morgunverð af hlaðborði eða kaffiveitingar yfir daginn. Veitingastaðurinn sérhæfir sig í Miðjarðarhafsréttum og hægt er að láta færa sér mat upp á herbergið ef stemningin er þannig. Einnig er kósý píanóbar á hótelinu. Við komu á hótelið fá gestir drykk svo þeir geti skálað fyrir fríinu framundan.

Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða með gufubaði. Einnig er þar skvassvöllur svo það er um að gera að skella sér í skvass. Fyrir framan hótelið er biðstöð fyrir almenningsvagna sem ganga inn í bæinn en það tekur aðeins stutta stund að fara þá leið með bíl. Einnig er mjög stutt að keyra á ströndina. Neðanjarðarlestarstöðin er í nokkurra mínútna fjarlægð frá hótelinu en þaðan er auðvelt að komast út um allt. Stórar verslunarmiðstöðvar eru í göngufjarlægð frá hótelinu.

Sercotel Acteon hótelið er góður kostur í Valencia, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja á ströndina, skoða sig um í þriðju stærstu borg Spánar eða njóta góða veðurins. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 17 km
 • Miðbær: Miðja vegu milli miðborgar og strandar
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Hárþurrka
 • Ísskápur: Lítill

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun