fbpx SH Valencia Palace | Vita

SH Valencia Palace
5 stars

Vefsíða hótels

Gott og nútímalegt við Turia-garðana og tónlistarhöllina Palau de la Música. Heilsulind og veitingastaður á hótelinu. Fjöldi veitingastaða og verslana í götunum í kring og La Ciutat de les Arts i les Ciències, eða Borg lista og vísinda, er í léttu göngufæri.

Í hótelinu eru 239 rúmgóð herbergi og svítur, minnst 25 fermetrar, sem rúma allt að þrjá fullorðna. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, viður ljós og millibrúnn og áklæði í hvítum og ljósum litum. Allar vistarverur er búnar loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, smábar, öryggishólfi sem rúmar fartölvu, aðstöðu til að laga te og kaffi og ókeypis þráðlausri nettengingu. Á baðherbergi er baðker og sturta, hárþurrka, snyrtispegill, baðsloppar og inniskór. 

Morgunverðarhlaðborðið er ríkulegt, með heitum og köldum réttum. Á veitingastaðnum Albufera fást sælkeraréttir úr fersku hráefni í hádeginu og á kvöldin og lögð er áhersla á hefðbundna rétti heimamanna. Ljúffeng vín og krassandi kokteilar fást á setustofubarnum auk tapasrétta. Á sumrin er opinn bar á þakveröndinni.

Heilsulindin einum heitum potti (mjög fallegt útsýni) og tveimur gufum og sturtum. Slökunaraðstaða er við hliðina á pottinum og hægt er að bóka nudd-, slökun- og snyrtimeðferðir.  Greiða þarf fyrir aðgang og meðferðir.  Aðgangur að líkamsræktarsal er  innifalinn, líka lítið en fín tæki og flott útsýni.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar eru m.a. veittar ferðaupplýsingar og aðstoðað við bíla- og hjólaleigu og miðakaup. Hraðþjónusta er í boði á þvotti og þurrhreinsun.

SH Valencia Palace er góður valkostur í hjarta borgarinnar. Turia-garðarnir og tónlistarhöllin eru hinum megin við götuna og 10 mínútna gangur í La Ciutat de les Arts i les Ciències og verslunarmiðstöðvar. Þá gæti verið skemmtilegt að leigja reiðhjól á hótelinu og skoða borgina hjólandi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 11 km
 • Miðbær: Í hjarta borgarinnar
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun