fbpx Shandrani Wellness

Family & Wellness Hotel Shandranj
4 stars

Vefsíða hótels

Shandranj er mjög gott fjögurra stjörnu hótel í Val de Fiemme dalnum. Hótelið stendur við þjóðveginn í skógi vöxnum hlíðum rétt fyrir neðan skíðasvæðin. Allt er til alls á hótelinu, herbergin eru rúmgóð og henta bæði einstaklingum, fjölskyldum og hópum prýðilega. Hægt er að fá allt frá tveggja til fimm manna herbergi sem eru svítur.

Skíðarútan stoppar fyrir framan hótelið kl 08:30 á morgnana og það tekur sjö til tíu mínútur að aka á Pampeago svæðið, þar sem langar og skemmtilegar brekkur bíða þín. Þegar komið er heim á hótel eftir góðan skíðadag er upplagt að nýta tímann til að skella sér í sund og nota heilsulindina á hótelinu. Þar er heitur pottur, gufuböð og líkamsræktarsalur. Eða setjast niður og fá sér kaffi og kökur seinni partinn.
Einnig er afþreyingarsvæði fyrir börnin og lítill bíósalur.

Hótelbarinn er fínn og maturinn þykir góður og fallega fram borinn. Mikið er gert úr svæðisbundinni matargerð og talsvert af matnum kemur frá svæðinu í kring. Þar er meðal annars hægt að fá mjög góðan ítalskan mat og úrvals vín frá héraðinu. Morgun- og kvöldverðarsalurinn er fallegur og þjónustan er fyrsta flokks. Þegar komið er heim af skíðasvæðinu er boðið upp á léttar veitingar og óáfenga drykki eins og heilsusamlegt te, aldinsafa og kaffi.

Hótel Shandranj er í tveimur byggingum og er innangengt á milli þeirra.
Í fremri byggingunni er öll sameiginleg aðstaða, svítur á efri hæðunum. Eftir gagngerar endurbætur á árinu 2013 hefur öllum herbergjum í fremra húsinu verið breytt í svítur. Í aftara húsinu eru „standard“ herbergi ásamt svítum, sem eru á 4. og 5. hæð.

Vistarverur:
"Standard" herbergi taka 2-4 gesti, öll með baðkari eða sturtu, öryggishólfi, síma, hárþurrku, smábar og sjónvarpi. Herbergin eru með nýjum rúmum og sængum. Flest herbergjanna eru með svölum.

"Júníor svítur" og "svítur" eru í báðum húsum og Vita er með samning um svítur sem taka 2-5 gesti.
Allar svítur eru með baðkari eða sturtu, öryggishólfi, síma, hárþurrku, smábar, sjónvarpi og svölum. Gestir fá baðsloppa og sængur eru í öllum rúmum.
Þráðlaust internet er bæði i vistarverum og í sameiginlegu rými, án endurgjalds.

Fyrirtaks skíðahótel þar sem mikið lagt uppúr góðum og vel útilátnum mat.
Hótel Shandrani er með hálfu fæði og innifalið í verði er flöskuvatn og gosdrykkir með kvöldverði. 

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hotel Shandranj

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 155 km
  • Miðbær: Í göngufæri - 10 mínútur
  • Skíðalyfta: 10 mín akstur
  • Veitingastaðir: Á hótelinu

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Upphituð skíðageymsla
  • Bar
  • Barnaleiksvæði
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Lyfta
  • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
  • Sundlaug: Innisundlaug

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Minibar
  • Hárþurrka
  • Herbergi

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun