fbpx Sir Anthony, 5 stjörnu hótel, Ameríska ströndin.

Sir Anthony, Playa de las Américas

Vefsíða hótels

Sir Antony er 5 stjörnu hótel við Amerísku ströndina. Góð þjónusta og allur aðbúnaður er í samræmi við 5* hótel.
Þjónustufólk dekrar við hótelgesti og leggur sig fram um að dvölin á Sir Antony verði ánægjuleg.

Hótelið er byggt í boga og snýr yfir sundlaugargarð og strönd. Í garðinum er sundlaug og sólbekkir með mjúkum dýnum til að sem best fari um gesti.
Frá 3. júní - 20. júlí verða ýmsar lagfæringar á yfirbyggingu laugarinnar og hengirúmum. Framkvæmdum og ónæði verður haldið í lágmarki til að hafa ekki áhrif á upplifun gesta á hótelinu. 

Hótelið er við strönd á besta stað á amerísku ströndinni, steinsnar frá aðal verslunargötunni. Þar er fjölbreytt mannlíf, barir, kaffihús, veitingastaðir, smáverslanir og verslunarhús.

Á hótelinu eru 70 herbergi og svítur. „Double Superior“ eru á samningi. Smart tveggja manna herbergi með verönd eða svölum og útsýni yfir garð og út á sjó. Smart herbergi þarf að sérpanta. Öll eru herbergin loftkæld með þráðlausu netsambandi, sjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi, smábar, tónlistarrásum og síma. Baðherbergi eru falleg og vel búin með síma, baðslopp, inniskóm og hárþurrku.  

Við hótelið eru sex veitingastaðir og barir. Strandbarinn er sérlega notalegur og er opinn fyrir drykki og létta rétti allan daginn og fram á kvöld. Veitingastaðurinn Windsor er í fallegu umhverfi  með úrvals mat. Austurlenskur matur er borinn fram á Feng Shui Asian Restaurant og steikarstaðurinn er með nautasteikur frá Argentínu. Auðvitað er líka spænskur veitingastaður með tapas réttum og úrvali af þjóðlegum réttum. Hægt er að kaupa morgunverð eða hálft fæði. 

Glæsilegt hótel með öll helstu þægindi. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 15 km
 • Miðbær: í miðbæ las Américas
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Lyfta
 • Herbergi: Superior herbergi fyrir tvo
 • Herbergi: Superior herbergi fyrir tvo
 • Nettenging: Gegn gjaldi á herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun