fbpx Sol Y Mar hótel. Í miðbæ Calpe. Arenal ströndin

Sol Y Mar Hotel, Calpe

Vefsíða hótels

Frábært hótel á besta stað í miðbæ Calpe, við Arenal ströndina. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri. 

Herbergin eru rúmgóð og glæsileg. Í þeim er flatskjár, frítt þráðlaust internet, loftkæling og smábar.  Gott hjólastólaaðgengi er á hótelinu.

Garðurinn er ekki stór en fallegur og með útsýni yfir hafið og Peñón de Ifach-klettinn. Gengið er beint niður á strönd.

Í heilsulindinni eru í boði fjöldinn allur af heilsu- og vellíðunarmeðferðum sem margar tengjast vatni. Líkamsræktin er stór og búin nýlegum og góðum tækjum, og einkaþjálfari er þér innan handar.

Á hótelinu eru veitingahúsin Anfora, með áherslu á sjávarrétti, og Abiss, sem er á efstu hæð hússins með dýrindis mat og frábært útsýni. Á kampavínsbarnum Le Champagneria geturðu valið milli 35 tegunda af kampavíni, cava (spænsku freyðivíni) og cava-kokkteilum.

Í um það bil 500 metra fjarlægð frá hótelinu stoppar strætó sem gengur til Benidorm fjórum sinnum á dag.

Hægt er að velja um morgunverð eða hálft fæði en hótelið er rómað fyrir frábær hlaðborð með gæða hráefni.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 64 km
 • Miðbær: Í miðbæ Calpe
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Allt í kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Frítt þráðlaus nettenging er á sameiginlegum stöðum og á herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun