fbpx Sol Y Mar. Íbúðargisting á besta stað. Miðbær Calpe. Arenal strönd

Sol Y Mar Íbúðir, Calpe

Vefsíða hótels

Góð íbúðargisting á besta stað í miðbæ Calpe, við Arenal ströndina. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

Íbúðirnar eru einstaklega rúmgóðar og vel búnar.  Í þeim er flatskjár, dvd, loftkæling, ísskápur og eldhús.

Garðurinn er ekki stór en mjög flottur og með útsýni yfir hafið og Peñón de Ifach klettinn. Gengið er beint niður á strönd.

Í heilsulindinni eru í boði fjöldinn allur af heilsu- og vellíðunarmeðferðum sem margar tengjast vatni. Líkamsræktin er stór og búin nýlegum og góðum tækjum, og einkaþjálfari er þér innan handar.

Á hótelinu eru veitingahúsin Anfora, með áherslu á sjávarrétti, og Abiss, sem er á efstu hæð hússins með dýrindis mat og frábært útsýni. Á kampavínsbarnum Le Champagneria geturðu valið milli 35 tegunda af kampavíni, cava (spænsku freyðivíni) og cava kokkteilum.

Í um það bil 500 metra fjarlægð frá hótelinu stoppar strætó sem gengur til Benidorm fjórum sinnum á dag.

Hægt er að panta þrif á meðan dvöl stendur en þau kosta allt að 65 Evrur skiptið, gjaldið fer eftir stærð íbúðar. Panta þarf þrif og greiða fyrir í gestamóttöku. Þrif eru innifalin eftir að dvöl lýkur. 

Ath. að farþegar þurfa að leggja fram til hótelsins 150 evrur við komu. Þetta er einungis tryggingargjald sem fæst til baka við brottför nema annað komi fram.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 64 km
 • Miðbær: Í miðbæ Calpe
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Allt í kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Hægt er að komast í nettengingu í móttöku á hótelinu
 • Íbúðir: eru með 1-3 svefnherbergjum, athugið að ætlast er til að íbúðir séu losaðar kl. 10:00 á brottfarardegi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun