fbpx Sol Y Mar. Íbúðargisting á besta stað. Miðbær Calpe. Arenal strönd

Estimar Calpe Apartments 2 & two, Calpe
4 stars

Vefsíða hótels

Estimar Calpe Apartments 2 & two sem áður hét Apartamentos del mar er góð íbúðargisting á besta stað í miðbæ Calpe, við Arenal ströndina.
Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna, 16 ára og eldri, þannig að þar er rólegt og afslappað andrúmsloft.

Sérlega góður kostur fyrir sóldýrkendur sem vilja slaka vel á nálægt sjónum.

Á hótelinu eru fjölmargar íbúðir sem eru eins til þriggja herbergja og ættu því að henta fjölbreyttum hópum. Íbúðirnar eru einstaklega rúmgóðar og vel búnar. Þær eru ljósmálaðar og með flísum á gólfi. Í þeim er sjónvarp, loftkæling og eldhús með helstu tækjum eins og ísskáp, örbylgjuofn, helluborð og uppþvottavél. Einnig eru svalir með útihúsgögnum í öllum íbúðum. 

Ef þú velur íbúð með sjávarsýn þá fylgir henni frábært útsýni út á Miðjarðarhafið og Costa Blanca strandlengjuna.

Íbúðirnar deila aðstöðu með Gran Hotel Sol y Mar hótelinu svo þar er allt til alls þegar kemur að sólbaðs-, líkamsræktar- og veitingaaðstöðu. Það er auðvelt að finna fallegan stað til að borða á þarna um slóðir því útsýnið er frábært út á flóann. Veitingastaðurinn The Food Gallery er sýningareldhús og þar er hægt að panta hrísgrjónarétti, kjötrétti og ferskan fisk, sem kemur beint af markaðnum, og fylgjast með eldamennskunni. Hinn veitingastaðurinn, Abyss, sérhæfir sig í hefðbundinni matargerð úr bestu fáanlegu hráefnum. Á sumrin er svo einn veitingastaður í viðbót, The beach club, þar sem boðið er upp á létta rétti og drykki.

Í byggingunni er kaffihúsið 360° sem er frábær staður til að hittast á, fá sér eitthvað snarl og njóta útsýnis yfir Arenal ströndina. Þar er einnig reglulega spiluð lifandi tónlist sem heldur uppi góðri stemningu. Dorée er svo hótelbarinn sem er sérstaklega hannaður til að hægt sé að slaka á með ljúffengan drykk í hönd og horfa á sólina setjast í Miðjarðarhafið. Að lokum er sportbar á hótelinu þar sem hægt er að fylgjast með helstu íþróttaviðburðum.

Í heilsulindinni eru í boði fjöldinn allur af heilsu- og vellíðunarmeðferðum sem margar tengjast vatni. Líkamsræktin er stór og búin nýlegum og góðum tækjum, og einkaþjálfari er þér innan handar.

Í um það bil 500 metra fjarlægð frá hótelinu stoppar strætó sem gengur til Benidorm fjórum sinnum á dag.

Hægt er að panta þrif á meðan dvöl stendur gegn vægu gjaldi og er borgað fyrir hvert skipti. Gjaldið fer eftir stærð íbúðar. Panta þarf þrif og greiða fyrir í gestamóttöku. Þrif eru innifalin eftir að dvöl lýkur
Gestir geta sótt sér hrein handklæði og sængurföt.

Ath. að farþegar þurfa að leggja fram til hótelsins 150 evrur við komu. Þetta er einungis tryggingargjald sem fæst til baka við brottför nema annað komi fram.

Frábær möguleiki fyrir þá sem kjósa rólegt frí með allt til alls.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 64 km
  • Frá miðbæ: Í miðbæ Calpe
  • Frá strönd: Við strönd
  • Veitingastaðir: Allt í kring

Aðstaða

  • Nettenging: Hægt er að komast í nettengingu í móttöku á hótelinu
  • Barnasundlaug
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Barnadagskrá
  • Bar
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Íbúðir: eru með 1-3 svefnherbergjum, athugið að ætlast er til að íbúðir séu losaðar kl. 10:00 á brottfarardegi
  • Ísskápur
  • Loftkæling
  • Sjónvarp

Fæði

  • Hálft fæði, Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun