fbpx Sunset Suites, fjölskylduvænt og þægilegt. Platanias ströndin.

Sunset Suites, Platanias
3 stars

Vefsíða hótels

Fjölskylduvænt og þægilegt íbúðahótel í 2 byggingum, 150 metrar í Platanias-ströndina. Stutt í verslanir, veitingahús og stemninguna í miðbæ Platanias.

Í hótelinu eru 60 rúmgóðar íbúðir, allt frá stúdíóum sem rúma tvo til þrjá fullorðna og upp í íbúðir sem rúma tvo til fjóra einstaklinga. Innréttingar eru látlausar og snyrtilegar, flísar eru á gólfum. Íbúðirnar eru búnar sjónvarpi, síma og loftkælingu og öryggishólfi. Greiða þarf fyrir loftkælingu á staðnum og einnig þarf að leiga öryggishólf. Í eldhúskrók er ísskápur, hellur og nauðsynlegustu áhöld til matargerðar. Á baðherbergjum er hárþurrka. Svalir eru við allar íbúðirnar.

Þráðlaus nettenging er á sundlaugasvæðinu, gestum að kostnaðarlausu, en er takmörkuð inni í íbúðunum.

Í hótelgarðinum er sundlaug og barnalaug. Sólbaðsaðstaða er góð, sólbekkir og sólhlífar eru umhverfis sundlaugarnar. Garðurinn er lítill og rólegur en mjög notalegur. 
Það er getur verið lýjandi að liggja með óvanar tær of lengi upp í loft og því er upplagt að  hvíla þær reglulega með ferð á sundlaugarbarinn til að gæða sér á snarli eða ljúffengum léttum réttum og svalandi drykkjum sem hér fást í úrvali. 

Sunset Suites er á frábærum stað í Platanias, 150 metra frá gylltum sandinum við ströndina. Í götunum í kring eru verslanir, veitingastaðir og barir á hverju strái og stutt er í miðbæinn. Hægt er að leigja bíl til að skoða nágrennið en auk þess stoppar strætó, sem gengur á 20 mínútna fresti, rétt við hótelið og því auðvelt að skreppa í skoðunarferð til bæjanna í kring. 

Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 1,5 EUR á mann á nótt. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 27km - 30-40 mín akstur
 • Miðbær: Í miðbæ Platanias - 10 km til Chania
 • Strönd: 150 m
 • Veitingastaðir: Allt í kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Nettenging: Á opnum svæðum, næst ekki endilega í íbúðunum.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: Gegn gjaldi
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun