fbpx THB Gran Bahia, Can Picafort | Vita

THB Gran Bahia, Can Picafort
4 stars

Vefsíða hótels

THB Gran Bahia er einsaklega vel staðsett fjögurra stjörnu hótel alveg við ströndina í standbænum Can Picafort. 

Á hótelinu er góð aðstaða en þarna er móttaka opin allan sólarhringinn, bar og tveir veitingastaðir.  Hægt er að velja um að vera án fæðis, með morgunmat innifalinn eða hálft fæði (morgunverður og kvöldmatur) og er maturinn fyrir þá sem eru með fæði innifalið reiddur fram á hlaðborðsveitingarstað, þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt úrval og gómsæta rétti. Annar  veitingastaður er einnig á hótelinu og býður hann uppá ítalska matargerð "a la carte".

Í garðinum er sundlaug og sólbekkir, hægt er að fá handklæði til að nota út í garði gegn aukagjaldi. 

Hótelið samanstendur af tveimur byggingum. Í aðalbyggingunni eru herbergi sem öll eru vel búin með sjónvarpi, loftkælingu, litlum kæliskáp, hárþurrku og svölum með sjávarsýn. Í hinni byggingunni sem er fyrir aftan aðalbygginguna, þar eru stúdíó íbúðir og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðirnar eru sérstaklega fallega innréttaðar með lítilli eldhúsaðstöðu þar sem m.a. er örbylgjuofn og lítill ísskápur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er einnig sjónvarp, loftkæling, hárþurrka og svalir sem allar hafa sjávarsýn. 

Stutt frá hótelinu eða aðeins í 100 metra fjarlægð er lítil matvöruverslun, einnig er miðbærinn rétt hjá og því auðveldlega finna fjölbreytt og skemmtilegt mannlíf, verslanir og úrval veitingastaða.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 60 km. - 1 klst akstur
 • Strönd: Við strönd
 • Miðbær: Rétt hjá

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Handklæði fyrir hótelgarð: Já, gegn aukagjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun