fbpx Villa Cortes, 5 stjörnu lúxúshótel. Ameríska ströndin

Villa Cortes Gran Luxe Spa, Playa de las Américas

Vefsíða hótels

Villa Cortes er 5 stjörnu lúxúshótel, vel staðsett við ströndina á amerísku ströndinni. Á hótelinu er fallegur sundlaugargarður, íburðarmikil herbergi með teppum og tekki, heilsulind, setustofur og fyrsta flokks veitingastaðir.
Hótelið er byggt eins og mexíkanskur herragarður og hrein upplifun að dvelja þar.

Á hótelinu eru 151 falleg herbergi, innréttuð í mexikóskum stíl. Íburðarmikil og glæsileg, málverk á verkum, efnismikil gluggatjöld, lampar og mublur af fínustu sort. Herbergin eru loftkæld, öll með baðslopp, hárþurrku, sjónvarpi, öryggishólfi, smábar, tónlistarrásum, síma og svölum eða verönd. Hægt er að sérpanta lúxus svítur.

Veitingastaðir hótelsins eru sex að tölu. Á veitingastaðnum Veracruz  svigna borðin undan ljúffengum kræsingum bæði þegar borinn er fram morgunverður og einnig á kvöldin.
Við mælum með hinum eðalfína Tiziano þegar þú vilt fara fínt út að borða og svo er hinn þýski Brauhaus með mjög góðan mat. 
Hægt er að velja um morgunverð eða hálft fæði.

Þrír barir eru á Villa Cortes, einn í gestamóttöku, annar er píanóbar með lifandi tónlist og svo er þægilegur strandbar. 

Andrúmsloftið á Villa Cortes er einkar notalegt í garðinum er stór sundlaug og þægilegir sólbekkir. Gengið er beint úr garðinum niður á litla einkaströnd.

Heilsulindin er með tyrknesku baði og fínustu nuddarar auka á vellíðan hótelgesta. Einnig má taka vel á í tækjasalnum eða spila tennis við hótelið.

Villa Cortes er fyrir fagurkera, sem vilja aðeins það besta.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Í gestamóttöku og þráðlaust á herbergjum
 • Herbergi: Tveggja manna herbergi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun