Voyage Torba

Vefsíða hótels

Einstaklega glæsilegt fimm stjörnu hótel með öllu inniföldu. Hótelið er í Torba, við fallegan flóa í Bodrum og er í aðeins 6 km fjarlægð frá miðbæ Bodrum á Tyrklandi. Við hótelið er einkaströnd fyrir gesti hótelsins. Á hótelinu er allt innifalið, matur og innlendir drykkir.

Garðurinn er mjög stór og fallegur, með stórum og góðum sundlaugum. Þar er einnig handklæðaþjónusta. Barnalaugin er með svo mörgum rennibrautum og leiktækjum að hægt væri að líkja því við lítinn vatnagarð. Á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur sem býður upp á dagskrá stærstan hluta dagsins fyrir börn á aldrinum 4ra til 12 ára. Í klúbbnum er boðið upp á sér hlaðborð fyrir börnin í hádeginu og á kvöldin. Á kvöldin geta þau svo skemmt sér og dansað á sviðinu á barnadiskói.

Á hótelinu er hægt að nálgast ýmis konar afþreyingu. Á kvöldin er lifandi tónlist, diskótek, karíókí og ýmislegt fleira. Þeir sem vilja rækta líkama og sál á meðan dvölinni stendur geta nýtt sér íþróttaaðstöðuna á hótelinu og látið dekra við sig í heilsulindinni. Aðstaða er fyrir íþróttir á borð við tennis, körfubolta, strandblak, boccia, skotfimi og almenna líkamsrækt. Þá er frábær aðstaða fyrir allskyns vatnaleiki, svo sem kanó-siglingar, brimbrettaiðkun, hjólabáta, köfun, sjóskíði og fleira.

Í heilsulindinni geta gestir látið stjana við sig í rólegu og afslappandi umhverfi. Gestir geta farið í Hamam, sem er tyrkneskt bað, eða valið um að fara í venjulegt gufubað sem er gestum að kostnaðarlausu. Gestir geta auk þess fengið nudd og meðferðir í tyrkneska baðinu, en fyrir það þarf að greiða sérstaklega.

Á hótelinu er veitingastaður sem bíður upp á hlaðborð með alþjóðlegum réttum. Gestir hafa fullan aðgang að honum á meðan á dvölinni stendur. Þar að auki eru 6 aðrir veitingastaðir á hótelinu; tyrkneskur, ítalskur, kínverskur, mexíkóskur og grískur – auk sjávarréttarstaðar. Gestir geta snætt kvöldverð á öllum þessum stöðum einu sinni án endurgjalds á meðan dvölinni á hótelinu stendur. Eftir þetta eina skipti þarf að greiða sérstaklega fyrir kvöldverðinn. Innlent léttvín er innifalið í máltíðinni á a la carte veitingastöðunum.
Sumarið 2010 var opnaður japanskur veitingastaður, en þar þarf að greiða fyrir málsverði.

Boðið er upp á ýmsar tegundir herbergja, sem eru öll í smáhýsum. Í hverju húsi eru nokkur herbergi: 

Tvíbýli (17 fermetrar) með "frönskum svölum". Þá er hægt að opna út og er lítið grindverk fyrir, en hvorki er hægt að ganga út, né sitja á svölunum.
Fjölskylduherbergi (20 fermetrar) með svölum.
Tvíbýli "deluxe"(31 fermetri) með svölum eða verönd. Í þessum herbergjum er DVD spilari og sérstakt sundlaugarsvæði.

Gegnt hótelinu, hinum megin við götuna eru ný hús, sem voru tekin í notkun haustið 2010. Þar eru 46 einstaklega falleg herbergi, garður með stórri sundlaug, sundlaugarbar og veitingastað þar sem hægt er að borða morgun- hádegis- og kvöldverð.

"Private" tvíbýli (28 fermetrar) með verönd.
"Private" fjölskylduherbergi (45 fermetrar) með svölum.
Í þessum herbergjum er DVD spilari og þráðlaust internet.

Allar vistarverur eru loftkældar, með sjónvarpi, síma og smábar.

Voyage Torba er frábær kostur fyrir þá sem vilja eiga ógleymanlegt frí á frábæru hóteli.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Miðbær: Bodrum, 6 km
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Á sameiginlegum svæðum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun