fbpx Walkirias - á Ensku ströndinni, við Yumbo

Walkirias, Playa del Inglés

Vefsíða hótels

Íbúðarhótel á góðum stað við hliðina á Yumbo Center á Ensku ströndinni. Íbúðirnar snúa allar að sundlaugargarðinum.

Íbúðirnar sem viðskiptavinir VITA dvelja í eru allar með parketi á gólfum og ágætlega útbúnar stofu.
Í þeim er gervihnattasjónvarp (gegn gjaldi), internet (gegn gjaldi) og svalir. Í eldhúskrók er ísskápur með frystihólfi, örbylgjuofn, brauðrist og ketill. Þráðlaust internet er á sameiginlegum svæðum.

Garðurinn er lítill en snyrtilegur, og þar er sundlaug, barnalaug og sundlaugarbar.

Veitingastaðir eru á jarðhæð hótelsins og matvöruverslun. Hótelið stendur rétt við Tirajana götuna þar sem margir veitingastaðir og barir eru.

Tónlist frá börum getur heyrst í íbúðirnar á Walkirias á kvöldin líkt og á öðrum hótelum á þessum vinsæla stað.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 35 km
 • Miðbær: Við hliðina á Jumbo Center
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging á sameiginlegum svæðum
 • Íbúðir: Íbúðir með einu svefnherbergi. Allar íbúðir eru ný uppgerðar og snúa út að sundlaugargarði og eru á annarri hæð.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun