fbpx Zoraida Beach Resort, Roquetas de mar | Vita

Zoraida Beach Resort, Roquetas de mar
4 stars

Vefsíða hótels

Tvö hótel, Zoirada Garden og Zoirada Park sem eru með aðgengi að Zoirada Beach Resort.

Glæsileg og sérlega fjölskylduvæn hótel með útsýni út á hafið. Staðsetning er frábær þar sem hótelin eru alveg við ströndina og einnig er stutt í áhugaverða staði á Roquetas de mar.

Á Zoirada Garden eru 342 herbergi og Zoirada Park er með 460 herbergi.
Herbergin skiptast í tveggja manna herbergi og litlar svítur fyrir tvo til fjóra einstaklinga. Herbergin eru björt og öll hin snyrtilegustu en nýtískuleg hönnunin gefur stílhreint yfirbragð. Á gólfum er parket. Í öllum herbergjum er loftkæling, sjónvarp, ísskápur, öryggishólf, sími, skrifborð og stóll. Baðherbergin eru flísalögð með sturtu, baði, hárblásara og snyrtispegli ásamt helstu snyrtivörum.Öllum íbúðum fylgja svalir eða verönd með útihúsgögnum. 

Á hótelunum eru veitingastaðir þar sem er fjölbreytt úrval veitinga af girnilegu hlaðborði. Þar eru einnig snarlbarir þar sem fást drykkir og léttar veitingar. Einnig er hægt að njóta áfengra drykkja á fjörugum börum.
Hægt er að kaupa sér sérstakan gullpakka þar sem allt er innifalið ásamt aðgangur að ,,a la carte" veitingastað og meira úrval af drykkjum. 

Í hótelgarðinum eru skemmtanir á daginn og á kvöldin svo það er gaman að sitja úti með fjölskyldunni og njóta skemmtunar á vegum hótelsins. Frá hótelunum er stutt í veitingastaði, bari og kaffihús en svo er einnig hægt að leigja sér bíl og fara í könnunarleiðangra um svæðið. Bílastæði við hótelin eru frí. 
Hótelgarðurinn er stórkostlegur en hann er sameiginlegur með Zoraida Park og Zoirada Garden. Valkostirnir eru nánast óteljandi, rólegar sundlaugar og afslöppun eða taumlaus gleði í sundlaugum með geggjuðum vatnsrennibrautum og sjóræningjaskipi. Leikvöllur fyrir börnin og krakkaklúbbur. Stórir garðar með suðrænum sólbekkjum og pálmatrjám og svo eru bara nokkur skref á ströndina. Tennisvöllur og lítill fótboltavöllur eru á svæðinu. Innanhúss eru heilsulindir og líkamsræktaraðstaða, upphitaðar innisundlaugar og gufuböð.  

Á Zoraida Beach Resort er allt til alls fyrir fullkomið frí með fjölskyldunni. Hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem markmiðið er að slaka á við sjávarsíðuna, leika sér allan liðlangan daginn, eða gæðasamvera með fjölskyldunni.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 43 km
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun