fbpx Los Cristianos | Vita

Los Cristianos

Vinsæll áfangastaður

Vinsæll kostur

 

Los Cristianos var fiskiþorp sem í gegnum árin stækkaði og varð vinsæll kostur.
Mesta lífið er í kringum göngugötuna sem liggur meðfram ströndinni. Þessi langa göngugata er þekkt fyrir góða veitingastaði, bari og kaffihús sem bjóða upp á fjölbreytta rétti frá öllum heimshornum sem og hefðbundna rétti frá Kanaríeyjum. Á kvöldin færist enn meira líf í hverfið og gleðskapurinn hefst.

 

Aðalströndin

Aðalströndin er löng, með gylltum fallegum sandi, sléttum sjó og fjölbreyttri skemmtun. Þar er nóg af sólbekkjum og sturtuaðstaða. Næsta strönd er Playa de las Vistas sem er einnig góð strandlengja með gulum, mjúkum sandi og gnægð af fjölbreyttri afþreyingu. Vatnaíþróttir eru mjög vinsælar á þessu svæði en hægt er að skemmta sér á hjólabát eða jafnvel prófa sig áfram á brimbretti.

 

Verslanir

Aðeins í burtu frá strandlengjunni og göngugötunni er heilt völundarhús af verslunum. Þar eru smáar og stórar verslanir, verslanir sem selja dýra hönnun og verslanakeðjur en allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á þessu svæði. Jafnframt eru þar fjölmörg kaffihús og barir sem dreifast um þessa verslunarparadís. 

 

Vatnagarðar

Vatnagarðarnir Aqualand og hinn stórkostlegi Siam Park, einn af flottustu vatnagörðum í Evrópu, eru í grenndinni og þar eru spennandi rennibrautir og margt fleira skemmtilegt. 

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun